Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1970, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.12.1970, Blaðsíða 3
I SKINFAXI S ^ — ——— --—^ > Tímarit Ungmennafélags Islands — LXI. árgangur — 6. hefti — desember 1970 — Ritstjóri Eysteinn Þorvaldsson — Út koma 6 hefti á ári hverju, hvert 32 siður. Herðum róðurinn Siðastliðið sumar urðu Ungmennafélögin eignaraðili að ,,Getraunum“ eftir nokkurt þóf. Þessu fögnuðu Ungmennafélögin og forustu- menn þeirra af heilum hug og hétu því að sýna nú í verki að þetta væri ekki einungis hagur Ungmennafélaganna heldur myndi fyrir- tækið „Getraunir" stóreflast líka. Það verður þvi fróðlegt að sjá um áramótin hvernig efnd- ir hafa orðið. Árið 1969 varð hlutur allra Ungmennafélaga á landinu tæpar 350.000.00 kr., af 2.2 milljón- um sem „Getraunir" greiddu þá í sölulaun, eða um 15%. Fyrri hluta ársins 1970, fram að sumarhléi getrauna, voru hins vegar seldir getrauna- seðlar í landinu fyrir rúmar 12 milljónir og greitt í sölulaun um 3 millj. þar af til Ung- mennafélaga um 390.000.00 kr. eða 13% af heildar sölulaunum. Þarna höfum við dreg- ist aðeins aftur úr, en þrátt fyrir það er greini- legt að salan hjá okkur hefur aukizt um rúm- an helming í krónutölum. Nú ber að geta þess að allar þær tölur sem hér eru nefndar eru úr rekstri „Getrauna" áður en UMFÍ gerðist eignaraðili, og sýna því ekki á neinn hátt hvernig Ungmennafélögin brugðust við eign- araðildinni og þeirri ábyrgð sem ég tel, að henni fylgi. Við sjáum af þessum tölum að vöxtur Getrauna er mjög ör og hann heldur áfram enn i dag, ennþá halda Ungmennafélögin svip- uðu hlutfalli og á fyrri hluta ársins en það er alltof lítill hlutur samt. Það er greinilegt að sum héraðssamböndin beita sér ekki í þá átt að hvetja félögin tii starfa á þessum vettvangi og er það mikill skaði enda renna 3% nú beint til héraðssambandanna og eru þeirra laun fyrir að hvetja félögin og skipuleggja söluna í samráði við þau. Sumir bera því við að ekki sé hægt að selja getraunaseðla nema í þéttbýli, ekki vegna samgönguerfiðleika o.fl. o.fl. þessu slá menn því miður oft fram að óreyndu. Ég veit ekki t. d. um mörg svæði þar sem samgöngur eru erfiðari en á Vest- fjörðum, en samt seldi HVl fleiri seðla á fyrri hluta ársins 1970 en HSÞ — UMSS — ÚSÚ — USVH og USAH til samans. íþrótta- bandalag ísafjarðar selur svo álíka mikið og HVÍ. Af þeim 390.000.00 kr. sem Ungmenna- félögin fengu í sinn hlut fyrri hluta ársins 1970 rann réttur helmingur til tveggja dug- legustu héraðsambandanna. Góðir félagar, við verðum að herða róð- urinn, það hafa að vísu mörg félög bætzt í hópinn nú seinni hluta ársins en þeim þarf enn að fjölga. Samtök okkar eru fjárvana og við höfum ekki efni á að standa okkur illa í þessu máli. Sig. Geirdal. S KiM FAXI 3

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.