Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1970, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.12.1970, Blaðsíða 4
Handknattleikslið í úrslitum LIÐ HSÞ FORSÍÐUMYNDIN: Landgræðslustarf- ið kallar stöðugt fleiri til starfa, og hinir yngstu þurfa einnig að vera með. Sam- tökin Landvernd hafa unnið gott starf á fyrsta starfsári sínu. í því starfi hafa ungmennafélögin átt góðan þátt með sjálfboðavinnu sinni við landgræðsluna. Hér í blaðinu er yfiriit um landgræðslu ungmennafélaganna í sumar (Ljósmynd: Kristinn Helgason). HSÞ mun tefla fram sterku liði í hand- knattleik kvenna á landsmótinu. Liðið vann báða leiki sína í undanrásum með öryggi. Eftir því sem við vitum bezt er það óbreytt lið Völsunga á Húsavík, sem keppir fyrir hönd HSÞ, en það lið vakti athygli á síð- asta íslandsmóti. Þar urðu þingeysku stúlk- urnar íslandsmeistarar í 1. flokki, sigraði Val í úrslitaleiknum með 6:2. Vegna kostn- aðar kepptu stúlkurnar ekki í 2. deild held- ur í 1. flokki. Þess má geta, að Völsungar sigruðu einnig í 3. flokki kvenna á síðasta íslandsmóti. íslandsmeistarar Völs- unga í 1. flokki kvenna. Fremri röð frá vinstri: Hulda Skúladóttir, Þuríður Freysdóttir, Auður Dúadóttir, markv., Jónína Sigurð- ardóttir, Katrín Freys- dóttir, fyrirliði og Dagný Ingólfsdóttir. Aftari röð frá vinstri: Sveinn Pálsson, þjálf- ari, Björg Jónsdóttir, Guðný Rikharðsdóttir, Bergþóra Ásmunds- t dóttir, Sigþrúður Sig- urbjarnardóttir og Hermann Jónasson, þjálfari. 4 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.