Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1970, Blaðsíða 13

Skinfaxi - 01.12.1970, Blaðsíða 13
Guðmundur Þórarinsson: Æfingaáætlun fyrir frjálsiþróttafólk Það, sem hvað oftast heyrist frá þeim stöðum, þar sem þjálfari er ekki staðsett- ur, er að skortur sé á æfingaseðlum fyrir iþróttafólkið, og því sé erfitt ef ekki óger- legt að æfa til árangurs. Síðan ég kom heim aftur, hefi ég unnið talsvert að því að útbúa æfingaseðla fyrir þá, sem hafa óskað eftir þeim, auk þess sem ég hefi gert fyrir mína eigin félaga. Það er oftast mjög mikil vinna við hvem æfingaseðil, því ef vel á að vera þurfa þeir að vera eins persónulegir og hægt er og miðaðir við þá aðstöðu, sem viðkom- andi hafa til æfinga, árangur þeirra áður, heilsu þeirra og áhuga á æfingunum auk fleiri atriða. Þessar upplýsingar hefir oftast skort að oieira eða minna leyti, þegar beiðnir um seðla hafa borizt til mín, en ég hefi þó eftir beztu getu reynt að geta í eyðumar. En það, sem mér hefur fallið verst, er að eftir að ég hefi sent seðlana til viðkom- andi, hefi ég sárasjaldan heyrt eitt orð frá þeim, hvað þá meira. Mér er þvi ómögulegt að gera mér grein fyrir því, hvort þeir, sem seðlana hafa fengið, hafi æft eftir þeim eða ekki, hvernig þeim hafi líkað seðlamir eða í hverju seðlunum kunni að hafa verið áfátt. Þegar æfingaseðlar eru útbúnir, er gengið út frá vissri getu einstaklingsins í upphafi og miðað við hana. Æfingaseðl- arnir em látnir þyngjast eftir vissum regl- um og eru því tengdir hver öðmm í réttri röð, og því verður sá, sem æfir, að venja sig á að fara eftir seðlum sínum í réttri skinfaxi 13

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.