Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1970, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.12.1970, Blaðsíða 5
HAFSTEINN ÞORVALDSSON: Aukin tækifæri æskulýðsstarfs Lög um æskulýðsmál voru samþykkt á Alþingi 6. apríl 1970. Með lögum þess- um er gert ráð fyrir f jölþættum, og skipu- legum stuðningi hins opinbera við æsku- lýðsstarfsemi í landinu. Stuðningi, er veitt gæti æskufólki í auknum mæli þroskandi viðfangsefni og aukna leið- sögn. Æskulýðslagafrumvarpið var á sín- um tíma samið af sérstakri nefnd er menntamálaráðherra dr. Gylfi Þ. Gísla- son skipaði í des., 1963. Æskulýðslaganefndin skilaði áliti sínu í marz-mánuði 1967. Frumvarpið var síð- an lagt fram á þingi 1968 sem stjómar- frumvarp, endurflutt á Alþingi 1969 af Jónasi Amasyni, og síðar samþ. með nokkrum breytingum sem lög eins og áður getur. Æskulýðslaganefndin vann mikið og vandasamt undirbúningsstarf við gerð æskulýðslagafrumvaqosins með ýmiskon- ar athugunum og gagnasöfnun varðandi opinberan stuðning við æskulýðsstarf- semi innanlands og utan. Þeir aðilar, sem njóta skulu stuðnings samkv. lögum þessum, eru: 1. Félög, er vinna að æskulýðsmálum á frjálsum áhugamannagrundvelli, enda byggist félagsstarfsemin fyrst og fremst á sjálfboðastarfi og eigin fjárframlögum félagsmanna. 2. Aðrir aðilar, er sinna einkum vel- ferðarmálum ófélagsbundins æskufólks í ski]iulögðu starfi. „Lögin miðast einkum við æskulýðsstarfsemi fyrir ungmenni á aldrinum 12 til 20 ára.“ Æskulýðslaganefndin taldi miklu máli skipta, að hin frjálsa æskulýðsstarfsemi, sem fyrir er í landinu, gegni áfram sínu forustuhlutverki í íslenzkum æskulýðs- málum, og verði opinberum stuðningi einkum veitt til hennar í vaxandi mæli. Þá er þess getið, að hafa verði vakandi auga með nýjungum í öllu æskulýðsstarfi og leitast við að skapa ófélagsbundinni æsku verkefni við sitt hæfi eða laða hana að á einhverjum vettvangi hins frjalsa félagsstarfs. Nefndin tekur fram, að íþróttalög nr. 49/1956 verði áfram í fullu gildi, svo og reglugerðir settar samkvæmt þeim. íþróttasamtökin hafi hér nokkra sérstöðu meðal æskulýðsfélaga. Þau hafi myndað með sér sterk heildarsamtök. Að sjálf- sögðu sé á engan hátt ætlunin með lög- um um æskulýðsmál að veikja þá að- stöðu, sem íþróttahreyfingin hefur skaji- að sér, heldur þvert á móti að leitast við að veita henni möguleika til nokkurs við- bótarstuðnings. Stjórn æskulýðsmála: Stofna skal Æskulýðsráð ríkisins, skip- að fimm mönnum. Ráðherra skipar for- mann ráðsins án tilnefningar. Ráðinu er fyrst og fremst ætlað að vera ráðgefandi aðili, og höfuðhlut- verk þess verði að samræma og samstilla SKINFAXI 5

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.