Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1970, Page 8

Skinfaxi - 01.12.1970, Page 8
STÓRAUKIÐ LANDGRÆÐSLUSTARF Landgræðsluferðir voru margar farnar s.l. sumar í öllum landshlutum. Ung- mennafélagar áttu stærsta hlutann í því sjálfboðastarfi, sem unnið var, eins og jafnan áður. Anægjulegt er, að mörg ný félagssamtök hafa bætzt í raðir land- græðslumanna síðan samtökin Landvemd voru stofnuð, og fer allt landgræðslu- starfið fram undir yfirumsjón Landvemd- ar. Samkvæmt bráðabirgðaskýrslu Land- verndar var í sumar dreift samtals 233,9 lestum af áburði á vegum samtakanna og um 20 lestum af fræi. Verðmæti þessa efnis er kr. 2.667.100,00 og af því em 536.250,00 kr. frá einstökum félögum eða öðrum aðilum. Skrifstofu UMFÍ hafa enn ekki borizt ársskýrslur ungmennafélaganna, sem eiga að geyma upplýsingar um landgræðslu- starfið. í yfirlitsskýrslu Landvemdar má sjá, að ungmennafélagar hafa tekið þátt í og staðið fyrir mörgum landgræðslu- ferðum, sem ekki hafa verið famar í nafni einstakra félaga eða héraðssam- banda. Þetta er fjórða árið, sem ung- mennasamtökin taka þátt í reglubundnu landgræðslustarfi. Skinfaxi telur sjálf- sagt að gefa nú eins og jafnan áður nokk- urt yfirlit um þennan þátt ungmenna- félagsstarfsins, sem nú er inntur af hendi í góðri samvinnu við Landvernd og undir stjóm hennar. Ur yfirlitsskýrslu Land- verndar eru m. a. þessar tölur: Félag-ar úr USAH vi'ð landgræðslu á Auð- kúluheiði. USAH sáði í sumar 1000 kg. af fræi go 10 iestum af áburði. (Ljósm. Björn Berg- mann) 8 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.