Skinfaxi - 01.12.1970, Side 6
þá krafta sem að æskulýðsmálum vinna.
Ráðinu er ekki ætlað að auka bein ríkis-
afskipti af æskulýðsmálum heldur stuðla
að því, að störf þeirra aðila, sem nú vinna
að slíkum málum, nýtist betur og mark-
vissar.
Það er m. a. hlutverk Æskulýðsráðs, að
gera tillögur til menntamálaráðuneytis-
ins um fjárveitingar til æskulýðsmála,
halda umræðufundi og ráðstefnur um
þau mál, safna ýmsum gögnum hérlendis
og erlendis og hafa í hvívetna vakandi
auga með nýjungum í æskulýðsstarfi og
hlutast til um fræðilegar rannsóknir á
sviði æskulýðsmála.
í greinargerð nefndarinnar segir: „Það
skal skýrt tekið fram, að nefndin telur að
í engu megi skerða þær fjárveitingar og
þann fjárstuðning, sem einstök æskulýðs-
samtök njóta í dag
Æskulýðrsáð ríkisins hefur nú verið
kosið samkv. ákvæðum laganna. Fulltrú-
ar aðildarsambanda Æ.S.Í. og annarra
æskulýðssambanda, eru: Séra Bemharður
Guðmundsson, æskulýðsfulltr. Þjóðkirkj-
unnar, Skúli Möller, fyrrverandi fram-
kvæmdastj. Æ.S.Í. og Hafsteinn Þor-
valdsson, form. U.M.F.Í. Varafulltrúar:
Hannes Þ. Sigurðsson, Þorsteinn Ólafs-
son og Þorbjörn Broddason. Fulltrúi
Samb. ísl. sveitarfélaga er Gylfi ísaksson
bæjarstjóri Akranesi. Varam.: Markús
Örn Antonsson. Menntamálaráðherra
hefur svo skipað formann, Örlyg Geirs-
son.
Gert er ráð fyrir, að ráðinn verði sér-
stakur æskulýðsfulltrúi ríkisins, er annist
framkvæmdastjórn fyrir Æskulýðsráð.
NÝ TÆKIFÆRI
Allir þeir aðilar, sem sinna æskulýðs-
starfsemi hér á landi, eru sammála um,
að það, sem einna helzt hái slíkri starf-
semi, sé skortur á þjálfuðum leiðbeinend-
um og fjárhagsleg vangeta til þess að
greiða þeim laun. Einnig skortir tilfinn-
anlega leiðtoga, þ. e. menn, sem hafa
vilja og getu til þess að stjóma félagsmál-
um og skipuleggja þau. Samkv. lögunum
er gert ráð fyrir að halda leiðtoga-nám-
skeið, og að allur kostnaður við slík nám-
skeið greiðist úr ríkissjóði. Þá er og gert
ráð fyrir heimild til þess að styrkja efni-
lega æskulýðsleiðtoga til framhaldsnáms
og þjálfunar erlendis. 9. gr. er svohljóð-
andi: „Heimilt skal að veita viðurkennd-
um aðilum styrki:
a) til sumarbúðastarfsemi fyrir æsku-
fólk og
b) til að laga og bæta aðstæður á
ákveðnum útivistarsvæðum."
Hér em athyglisverð ákvæði, sem mjög
víða gætu komið til framkvæmda, verði
úr einhverju fjánnagni að spila.
Héraðssambönd og ungmennafélög
um allt land standa nú víða fyrir mynd-
arlegum sumarbúðarekstri fyrir böm og
unglinga, og víða hafa sömu aðilar haft
forgöngu um gerð útivistarsvæða til sam-
komuhalds, og til þess að skapa dvalar-
aðstöðu fvrir ferðafólk. Þá má og minna
á Þrastaskóg, sem einn ákjósanlegasta
stað sem við eigum hérlendis til þess að
skipuleggja í þessu augnamiði.
IV. kafli Iaganna fjallar um stuðning
bæjar- og sveitarfélaga við æskulýðsmál.
Eg tel sérstaka ástæðu til þess að fagna
þessari löggjöf um æskulýðsmál, og allir,
sem að þessum máluin vinna í dag, vænta
þess fastlega, að löggjöfin fari sem fyrst
að hafa virk áhrif til fjárhagslegrar fyrir-
greiðslu, samræmingar og fræðslu.
Góðir ungmennafélagar, mér þótti rétt
6
SKINFAXI