Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1970, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.12.1970, Blaðsíða 7
FÉLAGSMÁLASKÓLINN í KENNARASKÓLA ÍSLANDS FfiLAGSMÁLASKÓLl VMFl Samkvæmt beiðni Skólafélags Kenn- araskóla Islands gengst Félagsmálaskóli UMFÍ fyrir námskeiði í félags- og fund- arstörfum í Kennaraskóla íslands um þessar mundir. Námskeiðið hófst hinn 18. nóvember, og er kennt eitt kvöld í viku. Ráðgert er, að kennt verði samtals 8 kvöld. Búið er að kenna 3 kvöld, en hin 5 verða að loknu jólaleyfi. Formaður UMFÍ, Hafsteinn Þoi*valds- son, setti námskeiðið og kvaðst fagna því, að Félagsmálaskóli UMFÍ gæti leið- beint verðandi kennurum í jafn þýðing- anniklum málefnum og hér væri um að rasða. Kennari á námskeiðinu er Sigurfinnur Sigurðsson frá Selfossi. Þátttakendur eru 25 og áhugi mjög góður, og Félagsmála- skólinn nýtur góðs álits þátttakenda i námskeiðinu. og skylt að kynna þessi mál í málgagni samtakanna, þótt engan veginn hafi því verið gerð nein tæmandi skil svo um- fangsmikið sem það er. Enn sem fyrr verður allur opinber stuðningur til þess- arar starfsemi miðaður við það, hvað við gerum sjálf. Forsenda þess að fyrir- greiðsla ríkis eða bæjar- og sveitarstjóma fáist, er öflugt og þróttmikið starf, sem aðeins samanlögð atorka áhugamanna fær áorkað. Það, að Félagsmálaskóli UMFÍ skuli vera farinn að leiðbeina verðandi kenn- urum, er vissulega merkur áfangi í starf- semi skólans. Ösk kennaranema um námskeið í skólanum undirstrikar enn frekar mikilvægi Félagsmálaskólans, sem er ungur að aldri, en hefur farið mjög vel af stað. Áhugi kennaraskólanemanna er líka lofsverður. Að sjálfsögðu er slík fé- lagsleg inenntun kennurum mikils virði, enda eru þeir víða í forystu í félagsstarfi. Það er líka krafa tímans að tekin verði upp aukin kennsla og þjálfun í félags- málum og félagsstarfi í skólum landsins, og kennarar munu hafa vaxandi hlut- verki að gegna í því sambandi. Það er ungmennafélagshreyfingunni ánægja að mega leggja sinn skerf af mörlcum í þeirri þróun. Kennaraskóli íslands, þar sem fyrsta nám- skeið fclagsmálaskólans á þessu starfsári er haldið. SKINFAXI 7

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.