Skinfaxi - 01.12.1970, Side 12
Félagshyggja í verkí
Hvemig á lítið sveitarfélag að koma
sér upp iþróttamannvirkjum?
Þetta er spurning, sem margar sveita-
stjómir velta fvrir sér, en úrræðin láta
oft á sér standa. Skorturinn á íþróttaað-
stöðu er sárastur fyrir æskuna, en hinir
eldri mega líka hafa af honum tvöfaldar
áhyggjur. Foreldrar hljóta að sjá, hversu
tómstundir barna þeirra verða þroska-
vænlegri, ef þan geta varið þeim til
íþróttastarfs, og einnig er almennur
skilningur að vakna á því, að fólk á öllum
aldri þarf að stunda íþróttir til að bæta
heilsu sína og auka starfsþrekið.
Formaður HVI, Henrik Tausen, sagði
okkur frá hugmynd, sem þeir Flatevring-
ar ætla að byrja að framkvæma á næsta
ári í því skyni að koma sér upp sund-
Flateyri við Önundarfjörð er sjávarþorp með
um 500 íbúa. Fjallið Þorfinnur gnæfir handan
f jarðar.
laug og íþróttahúsi. í litlu sjávarþorpi
eins og Flateyri byggir fólk afkomu sína
á sjávarútvegi, og þeir Flateyringar ætla
einmitt að láta fiskinn lijálpa til við að
koma þessum íþróttamannvirkjum upp.
Þetta gerist auðvitað ekki nema með
fórnfýsi og sameiginlegu átaki íbúanna
og atvinnufyrirtækja á staðnum.
Takmarkið er að allir gefi eitt dags-
verk á ári meðan mannvirkin eru í
smiðum, og þar sem þorpsbúar vinna
fyrst og fremst að sköpun útflutnings-
verðmæta, og afurðimar eftir dagsverkið
verða einnig gefnar í þessum tilgangi, þá
er hér um stórt framlag að ræða. Áætlun-
in er í stuttu máli þessi: Þegar komið er
fram á vertíðina og steinbíturinn farinn
að verða líflegur á miðunum, róa bát-
amir einn dag í þágu ofangreinds mál-
efnis. Útgerðin leggur til bátana og veið-
arfærin, sjómennirnir vinnu sína, frysti-
húsin leggja til alla aðstöðu til fiskvinnsl-
unnar og fólkið vinnu sína við verkun
aflans. Þeir em margir, sem koma við
sögu í þessum störfum í kringum fiskinn
frá því lagt er af stað að sækja hann á
miðin og þar til hann er tilbúinn til út-
flutnings, og hugmyndin er, að þeir alhr
gefi dagsverkið sitt, og fiskafli dagsins
verði seldur í þágu þessa góða málefnis.
Lauslega áætlað telja þeir vestra að
þetta geti fært um 700 þúsund krónur í
byggingarsjóðinn, og þeir ætla sér að
hefja byggingaframkvæmdir á næsta ári.
12
SKINFAXI