Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.1973, Page 5

Skinfaxi - 01.02.1973, Page 5
Víðtækt starf Félagsmálaskóla UMFÍ. FÉLAGSMÁLASKÓLI UMFÍ Rúmlega 300 manns á námskeiðum skólans í vetur Eftir námskeið fyrir félagsleiðtoga sem haldið var í Leirárskóla í okt. 1972 °g greint var frá í Skinfaxa 4. tbl. 63. árgangs, hafði UMFÍ og aðildarfélögin eignast 22 félagsmálaleiðbeinendur sem viðurkeningu höfðu frá Æskulýðsráði ríkisins til þess að standa fyrir félags- málanámskeiði og nota það fræðsluefni, sem ÆRR hefur gefið út. Nú væri ekki úr vegi að líta aðeins yfir starfsemi ungmennafélaganna á þessum vettvangi síðan umrætt kennara- námskeið var haldið og athuga hvort það hefur orðið sú hvatning og uppörf- un sem til stóð. Fyrri reynsla okkar hafði verið sú, að mjög erfitt reyndist að fá leiðbein- endur þótt áhugi væri nægur hjá ein- stöku félögum og samböndum til að efna til slíkra námskeiða, sérstaklega var skortur á leiðbeinendum úti á lands- Eyggðinni. Tilgangurinn með námskeiðinu á Leirárskóla var því að leysa þennan vanda. Til glöggvunar birtum við hér lista yfir þá ungmennafélaga, sem fengu Viðurkenningu ÆRR að námskeiðinu loknu: 1 Guðmundur Gíslason UMSK. 2 Klemenz Halldórsson UMSB. 3 Guðmundur Sigurmonsson HSH. 4 Unnar Þór Böðvarsson HHF. 5 Magnús Ólafsson USAH. 6 Ingimundur Ingimundarson UMSS. 7 Valdimar Bragason UMSF. 8 Þóroddur Jóhannsson UMSE. 9 Amaldur Bjamason HSÞ. 10 Níels A Lund UNÞ. 11 Helgi Jóhann Þórðarson UÍA. 12 Sigvaldi Ingimundarson USÚ. 13 Karl Eysteinn Rafnsson USÚ. 14 Helgi Gunnarsson USVS. 15 Jóhannes Sigmundsson HSK. 16 Guðmundur Guðmundsson HSK. 17 Hólmbert V Friðjónsson UMFK. 18 Hafsteinn Þorvaldsson UMFÍ. 19 Sigurfinnur Sigurðsson UMFI. 20 Pétur Einarsson LTMFÍ. 21 Sigurður Geirdal UMFÍ. 22 Sigurður Guðmundsson UMFÍ. í janúar s. 1. sendi ÆRR út bréf, þar sem tilkynnt var að kennsluefni það, sem endurskoðað hefði verið síðan á Leirár- námskeiðinu lægi nú fyrir í möppu „Fé- lagsleiðtoganámskeiði I“, og væri ÆRR reiðubúið að styrkja hvert námskeið, sem haldið væri um kr. 7.500,00, enda væri vissum skilyrðum fullnægt, s. s. að námskeiðið stæði minnst í 15 tíma, að ÆRR hefði viðurkennt kennarann, þátt- skinfaxi 5

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.