Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.02.1973, Side 15

Skinfaxi - 01.02.1973, Side 15
arana til baka, átala í léttum dúr þann, sem brá of fljótt við, jafnframt því, sem öllum er gert það ljóst að ekki sé leyfi- legt að bregða við áður en merki er gef- ið. Kennarinn þyrfti helzt að vera í svo góðri þjálfun, að hann segi ekki við- bragðsorðið ef einhver hlauparanna er sjáanlega kominn að því að bregða of fljótt við. Það er ekki alltaf auðvelt að fá börn- in til að hlaupa hratt, og er það þá í verkahring kennarans að finna ráð sem duga. Þegar þeim er orðið tamt að fara eftir fyrirskipunum, og þau farin að bera virðingu fyrir helgi ráslínunnar er farið að kenna þeim liggjandi viðbragð, sem einnig er kallað krop-viðbragð. b) „Takið ykkur stöðu“. 1. Neminn látinn stilla sér upp nokkuð aftan við línu á jörðu eða gólfi. 2. Neminn látinn leggjast niður á annað hnéð, frjálst val. 3. Hinn fóturinn settur á jörðu rétt aftan við hnéð, sem þegar nemur við jörðu. 4. Hendur settar fram og niður á jörðu með axlarbreidd á milli handanna, og olnbogana beina. Fingurnir eru settir rétt innan við línuna og þumalfingumir látnir snúa inn en hinir út og hafðir örlítið glenntir sundur, sem gert er til að fá betri stuðn- ing. 5. Armar skulu vera svo til lóð- réttir og það langt fyrir framan nemann, að þeir séu réttir aðeins framan við hné það, sem ekki liggur á jörðu. 6. Höfuðið skal vera nokkurn veg- inn í eðlilegri stöðu gagnvart bolnum, hvorki spennt upp — aftur né hengt niður, því hvort- tveggja hindrar eðlilegan and- ardrátt. Horft skal á ráslínuna eða ímyndaða línu milh þumalfingr anna. Gæta skal þess að neminn sitji ekki á hælum sér, sé með bakið nokkuð beint án þess að það sé spennt. Þessa „viðbúnir' stöðu eru nemend- urnir látnir taka sér nokkrum sinnum og staðan leiðrétt eftir því sem þurfa þvkir. Þegar öraggt er að staðan er lærð er snúið að næsta atriði: c„Viðbúnir“. 7. Nemandanum er kennt að lyfta sitjandanum upp þannig að bak bogni ekki né að þunginn falli SKINFAXI 15

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.