Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.02.1973, Qupperneq 17

Skinfaxi - 01.02.1973, Qupperneq 17
STARTPLATSEN PÁ RAKSTRÁ'CKA Hlaupabrautin, rásblokkirnar og afstaða handanna við ráslínuna. SPRiNTERSKO eða samtímis og skotið er, þá hefur viðkomandi stolið a. m. k. 2/10 úr sek af keppinaut sínum, en það er sá tími, sem það tekur heila- boðin að berast fljótast til vöðvanna og þá að hefja hreyfinguna í spyrnunni. Þetta hefur verið marg mælt á mjög fulkominn og vísindalegan hátt. Þegar ræst er skal reynt að halda stöð- unni viðbúnir misjafnlega lengi og gera með því hlaupurunum skiljanlegt að þau þurfa alltaf að vera vel viðbúin að hefja hlaupið, strax eftir að skipunarorðið hef- ur verið gefið og allt aftur í 3—5 sek. eftir skipunina. Viðbragðið þarf svo að æfa aftur og aftur , þar til þau eru vel gerð og snögg. Gengið skal og staðan tekin, eftir skip- un, farið upp í viðbúnir-stöðuna, einnig eftir skipun, og síðan brugðið við eftir skipun, og hlaupið út á fullu, og þeir, sem það ekki gera, látnir vita af því að til þeirra og leti þeirra hafi sést. Hlaupalag einstaklingsins er ekki auð- velt að kenna og oftast mjög erfitt að koma því við í skólakennslu. Þó verður alltaf að hafa hlaupalagið í huga og reyna að fá börnin þegar í upphafi til að hlaupa með vel samæfðum armhreyfing- um og skrefum, með sterklegum anna- og fóthreyfingum og fullri fráspyrnu fót- ar í skrefinu. Til þess að gera æfingarnar skemmti- legri fyrir nemendurna eru keppnir yfir mismunandi langar hlaupaleiðir settar inn í tímana og gefa mjög góða raun, skapa mikinn áhuga, og ef þetta er gert í boðhlaupsformi skapar það mjög jafna þátttöku. Sterklega kemur til greina að láta þá, sem einhverra hluta vegna geta ekki hlaupið með, vera dómara og ræsa. Við kennslu viðbragðs, eða viðbi’agðs- keppni, þarf að fylgjast vel með því, hvort um þjófstart sé að ræða eða ekki. Með rannsóknum á kvikmyndum hefur komið í Ijós að það sem fyrst hreyfist í viðbragðinu er hællinn á aftari fæti. Með þetta í huga er rétt að mæla með því að ræsir taki sér stöðu aftan við eða ská- hallt aftan við, ef mögulegt er. Ef ekki er hægt að taka þessa stöðu, er næst bezta staðan framan við og til hliðar. Sá sem hreyfir sig um leið og skotið er, hefur þjófstartað, og þótt hann fari ekki á undan skotinu, hefur hann grætt 2/10 úr sek. af samkeppendum sínum, sem hófu hreyfinguna þegar þeir heyrðu skotið. Guðmundur Þórarinsson. SKINFAXI 17

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.