Skinfaxi - 01.02.1973, Side 19
arinn Jón forseti strandaði við Stafnes
1928, en 15 menn fórust. Frímann synti
frá skipinu gegnum brimgarðinn til
lands. Ætíð hafði hann miklar mætur á
sundíþróttinni og sömuleiðis á íslenzku
glímunni sem hann lærði einnig á ungl-
ingsárunum austur þar.
Þótt Frímann væri sjálfur afreksmað-
ur í íþróttum, þá var langt í frá að hann
einblíndi á afreksmarkið eitt. Hann lét
sig félagsmál íþróttahreyfingarinnar
miklu skipta. Um það vitna bezt skrif
hans á íþróttasíðu Þjóðviljans og í Vals-
blaðinu. Hann skynjaði vel þá hættu,
sem íþróttafélögunum stafar af minnk-
andi félagsstarfi og skorti á félagsanda.
Sjálfur vann hann manna ötulast að fé-
lagsmálunum. Víðsýni hans og þekking
á íþrótta- og félagsmálum var geysimik-
ill. Hann fann jafnan hvar skórinn
kreppti að, og alltaf var hann hvetjandi
og stórhuga. Þegar hann var spurður
hvað honum hefði fundizt erfiðast við
að eiga í starfi sínu sem íþróttafrétta-
maður, sagði hann í áðurgreindu við-
tali: „Það hefur angrað mig mest, hvað
menn úr íþróttahreyfingunni úti á landi
eru tregir til að segja frá því sem er að
gerast í þeirra héraði. Þetta er skaðleg
hlédrægni, að skynja ekki áróðursgildi
frétta fyrir félag sitt, samband eða hér-
að. Mér finnst þurfa að flytja meiri og
berti íþróttafréttir af landsbyggðinni, en
það er ekki hægt nema í samvinnu við
héraðsmenn á hverjum stað.“ Þessi um-
mæli eiga svo sannarlega við enn í dag.
Frímann hafði ákveðnar skoðanir um
íþróttafréttamennskuna eins og annað.
Aðspurður sagði hann að aldrei mætti
gleyma hinni félagslegu hlið íþrótta-
starfsins; í fréttaöflun sinni mætti í-
þróttafréttamaðurinn aldrei missa sjón-
ar á hinu góða markmiði íþróttanna.
Um þetta leyti, sem ívitnað viðtal átti
sér stað og alllengi á eftir, ritaði Frí-
mann merkan greinaflokk í Þjóðviljann
um gamla íþróttamenn undir samheit-
inu „Hvar eru þeir nú?“. Margir þess-
ara manna eru nú látnir, en þarna eru
saman komnar merkar heimildir um ís-
lenzka íþróttamenn og íþróttasögu.
Hluti af þessum greinum varð stofninn
í bók Frímanns „Fram til ormstu“, sem
út kom 1969, en fæstar þeirra hafa birzt
annars staðar. Aðra bók, „Keppnis-
menn“, gaf Frímann út 1971.
Með áhuga sínum og uppörvandi
kjarki hafði Frímann jafnan heillavæn-
leg áhrif á alla þá, sem hann starfaði
með. Þótt hér hafi mest verið dvalið við
starf hans á sviði íþrótta, þá fór því fjarri
að áhugamál hans takmörkuðust við
þær. Frímann hafði vakandi áhuga á
þjóðmálum og hann var mikill náttúru-
unnandi. Umhverfi sumarbústaðar
þeirra hjóna í Mosfellsdal sýnir að þar
fór maður sem kunni að rækta garðinn
sinn. E. Þ.
SKINFAXI
19