Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.02.1975, Qupperneq 9

Skinfaxi - 01.02.1975, Qupperneq 9
uð könnun með fólk frá eyjum karabíska hafsins. Flolhæfileikar voru mjög litlir einkum meðal karlmanna. Þeir synda samt En ekki eru allir sammála þessu. Iíamilton Bland sem þjálfaði breska olympíuliðið 1972, er nýkominn úr þjálf- unarferð til Nígeríu. Hann segir að eng- in ástæða sé til að ætla annað en að afríkufólk geti skákað hverjum sem er í sundi ekki síður en í frjálsum íþróttum. Sundmeistaramót Afríku var nýlega hald- ið í Kaíró, og reyndust Nígeríumenn sig- ursælastir. Engin sundlaug var til í Nígeríu árið 1956, en eftir að landið hlaut sjálfstæði hafa verið byggðar þar sjö 50 m. laugar og margar smærri. Bland segir að þeldökkt fólk hafi til þessa lítið látið að sér kveða í sundi af félagslegum og efnahagslegum ástæðum. Sund eigi sér engar erfðavenjur meðal negra, þeir hafi ekki haft efni á að iðka sund, hvorki í heimalöndum né í Bret- landi, og einnig hafi mataræði þeirra ekki verið heppilegt fyrir sund. „Sumir segja að negrar séu klumpar í vatni vegna þess að þeir hafi minni lík- amsfitu og meiri vöðva en vesturlanda- búar, en í rauninni sýnast þeir aðeins hafa meiri vöðva vegna þess að hörunds- litur þeirra leiðir vöðvabygginguna svo vel í ljós. Floteiginleikinn skapast aðeins af tvennu: líkamsfitu og lofti í lungum. Ég hef fengið læknisfræðilega sönnun fyrir því að afríkumenn hafa ekki minna lungnaþol en evrópubúar, heldur líklega meira vegna minni loftmengunar. Beina- bygging þeirra er líka nákvæmlega sú sama og hvítra manna", segir Bland. UMSS heiðrar Guðjón Ing'mundarson Á ársþingi Ungmennasambands Skaga- fjarðar sl. vor var Guðjón Ingimundarson íþróttakennari á Sauðárkróki kjörinn heiðursfélagi sambandsins. Guðjón lét af störfum sem formaður UMSS árið 1973 eftir að hafa gegnt því starfi af einstökum áhuga og samviskusemi um 29 ára skeið. Á formannaráðstefnu UMSS fimmtu- Guðjón Ingimundarson daginn 31. okt. afhenti svo formaður sambandsins, Stefán Pedersen, Guðjóni vandað gullúr að gjöf frá öllum ung- mennafélögum í Skagafirði. Með þessu vilja ungmennafélagar þakka Guðjóni farsæla forystu um ára- tuga skeið og ómetanlegan þátt lians í því æskulýðsstarfi sem unnið hefur verið á sambandssvæðinu. Á Sauðárkróki er nú einhver glæsilegasta íþróttaaðstaða sem þekkisl á landinu. Þeirri uppbyggingu hefur Guðjón stjórnað frá byrjun og áræði og gerir enn. Það vilja ungmenna- félagar einnig þakka. SKINFAXI 9

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.