Skinfaxi - 01.02.1975, Side 13
verður hörðust keppni í sundi á iands-
mótinu?
— Tvímælalaust milli HSK, Umf.
Skipaskaga á Akranesi, og UMSK sem
nú á mjög góðu sundfólki á að skipa úr
Umf. Breiðabliki í Kópavogi. Fleiri sam-
bönd og félög kunna einnig að blanda
sér í baráttuna eins og Umf. Keflavík-
ur o. fl.
Elínborg Gunnarsdóltir er 16 ára sund-
kona frá Umf. Selfoss. Hún er í fremstu
röð sundkvenna innan HSK og býr sig nú
af kappi undir baráttuna á landsmótinu
í sumar. Elínborg er fjölhæf sundkona,
en fyrst og fremst leggur hún stund á
bringusund, og eru bestu árangrar henn-
ar í bringusundsgreinum þessir:
100 m. í laugstærð 16 2/3 m. 1.23.8 mín.
200 m. í laugstærð 16 2/3 m. 2.59.0 mín.
(HSK-met)
400 m. í laugstærð 25 m. 6.24.6 mín.
(HSK-met)
Tíu ára gömul geklc Elínborg í Umf.
Selfoss og hóf æfingar í sundi. fyrst í
stað einkum á vetrum en síðar árlangt
eftir því sem árangurinn óx.
— Eh'nborg, hvað eru margir félagar
í sunddeild Umf. Selfoss í dag. og hver
þjálfar vkkur í sundinu?
— I deildinni eru alls 160 félagar, en
ég hugsa að kringum 60 þeirra æfi nokk-
uð reglulega með keppni í huga. Þórður
Gunnarsson, íþróttakennari, þekktur
sund- og frjálsíþróttamaður úr Umf. Sel-
foss, er þjálfari okkar, og er hann aldeilis
frábær. Eg hef ekki áður haft eins góð-
an þjálfara og áhugasaman fyrir vel-
gengni okkar, og er ég viss um að hann
Elínborg
Gunnarsdóttir
á eftir að vinna gott starf fvrir sund-
íþróttina hér.
— Hvað finnst þér um samæfingarnar
innan HSK?
— Þær eru ágætar, en mættu ef til
vill vera oftar, þær auka á kynni milli
okkar sem væntanlega tökum þátt í sund-
keppninni fyrir HSK á landsmótinu.
— Hvemig er undirbúningnum að
öðru leyti hagað fyrir landsmótið?
— Við munum reyna að taka þátt í
sem flestum sundmótum sem völ er á
fram að landsmóti, til þess að öðlast meiri
keppnisreynslu, einkum fyrir nýliðana. í
dag er þjálfarinn okkar t. d. með keppnis-
hóp í Reykjavík á sundmóti sem þar er
haldið á vegum sundfélagsins Ægis.
— Hvað viltu segja að lokum Elín-
borg?
— Mér finnst að blöð, útvarp og sjón-
varp gætu sagt meira og flutt fréttir frá
sundinu heldur en gert er, það er að-
eins ef einhver setur met og þá helst í
Reykjavík, að frá því er sagt. Eg er
ánægð með frásagnir Skinfaxa af sund-
íþróttinni, og vona að þið haldið áfram
að segja fréttir af erlendu og innlendu
sundfólki, og árangri þess.
SKINFAXI
13