Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.1975, Page 15

Skinfaxi - 01.02.1975, Page 15
BYGGJA UPP FYRIR YNGSTU KYNSLÓÐINA Viðtal við framkvstj. T Ingimundur Ingimundarson er meðal reyndustu framkvæmdastjórum Ung- mennafélagshreyfingarinnar. Ingimund- ur hóf framkvæmdastjóraferil sinn hjá UMSS árið 1972. Hann var hjá HSS 1973 og nú síðast hjá HSH. Hvarvetna hefur hann sinnt þjálfarastörfum með framkvæmdastjórastarfinu, sem glöggt kemur fram á síðum Skinfaxa þessara ára. Framkvæmdastjórastarf hans hefur þó aðeins verið yfir sumarmánuðina. Skinfaxi sló á þráðinn til Ingimundar í skammdegi desembennánaðar en hann starfar nú í vetur sem kennari að Varma- landi í Borgarfirði. — Ráðningatími minn hjá HSH var 1. júní fram í miðjan september og var mér því miður ætlað að vera jafnframt þjálfari sem gerði það að verkum að tíminn fór mikið í ferðalög og svo auð- vitað í þjálfunina. Því varð félagsleg uppbygging ekki eins mikil og vera þurfti. — Ferðakostnaður hefur þá verið mikill? — Já, geysilega. Ég held að í fram- tíðinni verði félögin sjálf að ráða sér þjálfara, hvert fyrir sig eða fleiri sam- an. — Hvernig er f járhagsaðstaða héraðs- sambandsins í ár? — Hún er mjög góð. Fjárframlög sveitarfélaganna hafa hækkað mjög mik- ið á síðustu árum. Styrkveitingin nemur um 50 krónur á íbúa. Skilningur þeirra á gildi starfseminnar virðist vera fvrir hendi. Síðan snérum við okkur að íþróttun- um. Ingimundur sagði að flestir væru iðkendur í knattspyrnu, frjálsum íþrótt- um og körfuknattleik. í knattspymu var eins og undanfarin ár HSH-mót í öllum aldursflokkum. Fjögur lið sendu þátt- tökutilkynningar í flestum flokkum. Héraðsmeistari í meistaraflokki varð Umf. Víkingur í Ólafsvík. Bikarmeistari HSH varð einnig Víkingur Ólafsvík, og Víkingur sigraði einnig í 3. og 4. flokki héraðsmótsins. Umf. Revnir í 5. flokki. Lið HSH komst í undankeppni fvrir landsmót UMFÍ en leik HSH og HSK enn ólokið í þeirri keppni. Frjálsíþróttaráð HSH stóð fvrir eftir- töldum mótum: 1. Barnamót HSH að Görðum í Staðar- sveit 23. iúní. 2. Unglingamót HSH í Stykkishólmi 14. júlí. SKINFAXI 15

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.