Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.1975, Page 18

Skinfaxi - 01.02.1975, Page 18
3. Héraðsmót HSH að Breiðabliki 25. ágúst. Auk þessa móta voru þrjú æfingamót á Breiðabliki og Ólafsvík. HSH átti þátt- takendur á eftirtöldum mótum utan héraðs: 1. íslandsmót yngri flokka innanhúss í Hafnarfirði 2. febrúar. 2. Meistaramót íslands, Laugardalsvell- inum, Reykjavík 21.—23. júlí. 3. Islandsmót yngri aldursflokka, Sel- fossi og Reykjavík 10.—11. ágúst. 4. Bikarkeppni FRI II. deild, Akurevri 17. ágúst. 5. Frjálsíþróttakeppni HSH og HSK á Selfossi 15. september. En sá atburður sem hæst ber hjá frjáls- íþróttafólkinu er ferð þess til Noregs á sumrinu. — Fyrsta utanlandsferð HSH? — Jú, það er rétt. Þessi hugmynd kom fyrst fram í stjórn HSH 1973 og var til- gangurinn að finna leið sem verkaði hvetjandi á frjálsíþróttafólk HSH. UMFÍ annaðist allan undirbúning að Noregs- ferðinni. 18 manna flokkur frjálsíþrótca- fólks fór svo til Oslo og Bergen í Noregi um mánaðarmótin ágúst-september 1974. íþróttadeildin Gular innan íþróttafélags- ins Ervingen tók á móti hópnum og sá um alla fyrirgreiðslu sem var til fvrir- myndar í alla staði. Ásta Borgen, ágætur íþróttafrömuður, sá um að koma okkur frá Osló til fvrirhugaðs samastaðar. sem var fjallakofi í eigu unginennafélags í Osló. Þar dvöklum við í fjóra daga og auk þess að skoða borgina og njóta um- hverfisins tókum við þátt í tveim frjáls- íþróttamótum á hinum fræga Bislet og nutum auk þess þeirrar sérstöku velvildar að fá að halda þar innanfélagsmót síð- asta daginn. Snemma á mánudagsmorgni héldum við síðan til Bergen og vorum við þá komin til upprunalegs áfangastaðar okk- ar. Er skemmst frá því að segja að í Bergen nutum við framúrskarandi gest- risni og fyrirgreiðslu af hálfu ungmenna- félaga þar, en okkur var búinn samastað- ur í fjallakofa félagsins og var dekrað við okkur á allan hátt. í Bergen kepptum við einnig á tveim- ur mótum og fengum aðstöðu á íþrótta- völlunum til æfinga eftir eigin geðþótta. Of langt vrði upp að telja árangur hvers og eins í öllum þeim mótum sem við tókum þátt í en þeir sem settu HSH met í ferðinni voru þessi: Vilborg Jónsdóttir 200 m. hlaup 28.1 sek 400 m. hlaup 65.3 sek. Petrína Sigurðardóttir 600 m. hlaup 1.52.7 mín. 800 m. hlaup 2.34.1 mín. Ingibjörg Guðmundsdóttir Langstökk 4.95 metra Fimmtaþraut 2.448 stig — Þú varst fararstjóri í þessari ferð? — Já og nei, svona ferð getur aldrei tekist vel nema með samstarfi og viJja allra í hópnum og það ríkti svo sann- arlega skemmtilegur andi í ferðinni. Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka farar- stjóra okkar Friðriki Þór Óskarssvni alveg sérstaklega fvrir hans framlag til ferð- arinnar. — Svo við snúum okkur að öðrum þáttum starfseminnar. Hvað um ung- mennabúðirnar í Laugagerðisskóla á s.l. sumri? 18 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.