Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.02.1975, Qupperneq 19

Skinfaxi - 01.02.1975, Qupperneq 19
— HSH gekkst fyrir tveimur nám- skeiðum á tímabilinu frá 10. til 23. júní, þ. e. sex daga námskeið hvort. Fvrra námskeiðið var ætlað fyrir yngri börn og það seinna fyrir þau eldri. 47 börn, þ. e. 24 stúlkur og 23 drengir, sóttu hið f\u'ra en aðeins 30 voru á hinu seinna, en það stafaði m. a. af því að samtímis nám- skeiðinu var starfrækt sundnámskeið í Ólafsvík á vegum skólans í Grundarfirði. Þátttakendurnir voru flestir frá Grundar- firði eða 27, frá Ólafsvík 25, Hellissandi 16, Rifi 3, Vegamótum 2, Hrísdal 1, Stykkishólmi 1 og frá Hafnarfirði 2. Leið- beinendur voru þau Kristján Guðmunds- son, Ólafsvík, Helga Aimannsdóttir Kópavogi, Ingibjörg B. Guðmundsdóttir frá Miðhrauni í Miklaholtshreppi og Jakob Már Gunnarsson íþróttakennari i Ólafsvík. Ég vil nota tækifærið til að koma þökkum til þessa fólks og ráðs- konunnar Guðrúnar Halldórsdóttur svo og starfstúlkna í eldhúsi og skólayfir- valda Laugagerðisskóla. — Að lokum Ingimundur. — Nú kemur það fram mjög greinilega, að starfsemi héraðssambandsins hefur stór- aukist við ráðningu framkvæmdastjóra. Hvað segir þú um það og hver eru fram- tíðarverkefni framkvæmdastjóra HSH? — Starf framkvæmdastjórans er fyrst og fremst það að skipuleggja starf- ið fyrir hinn almenna félagsmann. þannig að sem flestir fái að njóta félagslegrar og íþróttalegrar aðstöðu og aðstoðar, og tel ég því þeim peningum sem til þess fara, vel varið. Framtíðarstarf framkvæmda- stjóra HSH er að byggja upp yngstu kynslóðina félagslega og íþróttalega. ÓO RÁÐSTEFNA NSU 1974 Á síðustu árum hafa erlend samskipti UMFÍ stóraukist með gagnkvæmum heimsóknum liópa og einstaklinga, fund- um og ráðstefnum á ýmsum sviðum í- þrótta og þjóðmála. Nú síðast var haldin ráðstefna um stöðu NSU (Nordisk Samorganisation for Ungdomsarbejde) og aðildarfélaga þess dagana 25.9.—28.9. ’74 í ORENÁS í Svíþjóð. Ráðstefnuna sóttu fulltrúar frá öllum aðildarfélögum NSU, frá tveimur og upp í fimm fulltrúar frá hverju sambandi. Af hálfu UMFÍ sátu ráðstefnuna þeir Sig- urður R. Guðmundsson stjómarm. NSU, Sigurður Geirdal framkv.stj. UMFÍ, Haf- steinn Þorvaldsson fonn. UMFÍ og Ólaf- ur Oddsson starfsmaður. Haldin voru erindi um ýmis mál sem snertu samtökin, m. a. samnorrænar stofnanir, sambandstækni í samtökunum, félagslýðræði og norræn samvinna o. fl. Töluvert var unnið í hópum og svo f\rrir- spurnarformi. Aðildarsamböndin kynntu starfsemi sína á ýmsan hátt: með kvikmyndasýn- ingum, fyrirlestrum, standandi sýningum, bæklingum o. s. frv. Fulltrúar sambandanna gerðu grein fyrir fjárhagsstöðu sambanda sinna og fjárstuðningi hins opinbera til þeirra og dettur mér helst í hug „litli og stóri" og ekki þarf að nefna hlutverkaskipan í því sambandi því slíkur er mismunurinn á stuðningi hins opinbera hjá okkur og vinum okkar á Norðurlöndunum. Aðalfundur NSU var svo haldinn að lokinni ráðstefnunni og tók hann 3 tíma. Núverandi form. NSU er Otto Mikkelsen. SKINFAXl 19

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.