Skinfaxi - 01.10.1975, Page 4
Forsíðumyndin
er tekin á landsmótinu á Akranesi. Gunnar St.
Pálsson tók myndina af hinni spcnnandi boð-
hlaupskeppni karla.
Fréttir af landsmótinu
13 ára Evrópumeistari
Sá íþróttaviðburður sem einna mesta athygli
hefur vakið í heiminum á þessu ári er sig-
ur Nadiu Comaneci á Evrópumeistaramóti
kvenna í fim-
leikum. Hún er
aðeins 13 ára, en
samt var þetta
ekki fyrsti stór-
sigur hennar í
þessari íþrótta-
grein. Myndin er
af Nadiu Coma-
neci með sigur-
verðlaunin á
Evrópumótinu.
Sjá grein bls. 44.
Þing UMFÍ
29. sambandsþing UMFI verður hald-
ið að Varmalandi í Borgarfirði 15.—16.
nóvember. Verður þar rætt um starfsemi
ungmennafólaganna síðustu tvö árin og
lögð á ráðin um starfið framundan. Með-
al aðalmála þingsins verða fjármál og
erlend samskipti. Þá verður einnig fjallað
um undirbúning næsta stórafmælis UM-
FÍ, en samtökin verða sjötug árið 1977.
Meginhluti þessa blaðs er að sjálf-
sögðu fréttir af 15. landmóti UMFÍ á
Akranesi. Hér eru úrslit í öllum keppnis-
greinum og frásögn af dagskráratriðum
og framkvæmd mótsins. Samsetta mvnd-
in í opnu sýnir ýmis ólík augnablik frá
landsmótinu. Friðþjófur tók allar mynd-
irnar í opnu nema fjöldamyndina efst
sem Gunnar Steinn tók.
Hjörtur Þórarins-
son, form. XJMSB,
með landsmóts-
fánann að loknu
landsmótinu á
Akranesi.
4
S K I N FAX I