Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.10.1975, Page 9

Skinfaxi - 01.10.1975, Page 9
Keppni og framkvæmd Allir sem til þekkja, vita, að það er ekki létt verk að skipuleggja og fram- kvæma ke|Dpni með slíkum fjölda ke]5]3- enda, sem var á landsmótinu. Sett hafði verið ujíp nákvæm tímaskrá fyrir keppni í öllum greinum sem fram fóru á ýmsum keppnissvæðum. Það verður að segja stjórnendum móts- ins til verðugs liróss að framkvæmd keppninnar var með ágætum. Tímaskráin stóðst svo að segja í einu og öllu, og það er vel af sér vikið. Starfsmenn og stjóm- endur mótsins unnu eitt merkilegasta af- rekið sem unnið var á mótinu. Menn geta rétt ímyndað sér hvílíkum erfiðleikum og leiðindum það ylli, ef þessi hlið mótsins væri ekki í lagi. Eins og fyrr segir, hófst keppnin á föstudagsmorgun eða degi fyrr en á fyrri landsmótum og stóð fram á sunnudagskvöld. Allt gekk létt og liðlega og engar tafir urðu. Kepjit var í 24 greinum frjálsíþrótta, 18 sundgreinum, 10 greinum starfsíþrótta, 3 þ)mgdarflokkum í glímu, 5 þyngdar- flokkum í lyftingum, tveimur aldursflokk- um í júdó, 5 flokkum í borðtennis og auk þess , körfuknattleik, handknattleik, knattspymu, blaki, siglingum og skák. Sett voru 16 landsmótsmet í frjálsum íþróttum og 12 í sundi, samtals 28. Mótsslit Verðlaunaafhending fór fram á sunnu- dagskvöld, og var það viðamikil athöfn sem nærri má geta á svo stóm móti. Daníel Ágústínusson, forseti bæjarstjórn- ar Akraness, flutti ávarp. Síðan sleit for- maður UMFÍ, Hafsteinn Þorvaldsson, þessu eftirminnilega móti. UMSK sigraði Veitt voru fjöldamörg verðlaun að mótslokum, bæði einstaklingum og sam- bandsaðilum. Voru verðlaunabikarar gefnir af fyrirtækjum og einstaklingum á Akranesi, í Borgarfirði og víðar. Að lokum var greint frá heildarstiga- fjölda þátttökuaðilanna og landsmóts- styttan, sem forseti íslands gaf á sínum tíma, var afhent fulltrúa sigurvegaranna. Keppnin um þessi aðalverðlaun var jafn- ari og tvísýnni en nokkru sinni áður. Mik- il eftirvænting ríkti þegar úrslit voru til- kvnnt enda munurinn svo lítill á tveimur efstu samböndunum að almennt var ekki ljóst hver væri sigurvegarinn fyrr en það var tilkynnt. Ungmennasamband Kjalar- nesþings sigraði, en Héraðssambandið Skaiphéðinn, sem sigrað hefur á 8 síðustu landsmótum í röð, varð að láta sér nægja annað sætið. En tæpt stóð það, — aðeins þrjú og hálft stig skildu. Heildarúrslit: 1. UMSK ........... 284,5 2. HSK ............ 281,0 3. HSÞ ............ 156,5 4. USK ............ 128,0 5. UMSB ............ 92,5 6. UMSE ............ 76,0 7. HSH ............. 64,0 8. UMFN ............ 51,0 9. UMFK ............ 42,0 10. UMSS ............ 32,0 11. UÍA ............. 31,0 12. HSS ............. 30,5 13. HVÍ ............. 29,0 14. UNÞ ............. 16,0 15. UV ................ U0 16. USÚ ............. 12,0 17. USVS ............ 11,0 18. USAH ............. 9,0 S K I N FAX I 9

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.