Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.10.1975, Qupperneq 10

Skinfaxi - 01.10.1975, Qupperneq 10
HÁTÍÐ ÆSKUNNAR Setningarávarp Hafsteins Þorvaldssonar, formanns UMFÍ „Forseti íslands, virðulega forsetafrú, menntamálaráðherra, bæjarstjórn Akra- neskaupstaðar, keppendur, starfsmenn, góðir mótsgestir. Fyrir hönd Ungmennafélags íslands býð ég ykkur öll velkomin til þessa 15. landsmóts UMFÍ sem að þessu sinni er haklið hér á Akranesi í umsjá UMSB og Umf. Skipaskaga. Sérstaklega býð ég velkominn heiðurs- gest landsmótsins, frú Sigríði Thorlacius, formann Kvenfélagasambands Islands, svo og þá erlendu gesti sem með okkur verða á þessu landsmóti, sýningarflokka og félagsforustumenn. I sumar eru 35 ár liðin síðan Sigurður Greipsson, skólastjóri íþróttaskólans í Haukadal endurvakti landsmót ung- mennafélaganna með miklum myndar- brag heima á föðurleifð sinni í Haukadal í Biskupstungum. Löngu áður höfðu þrjú landsmót farið fram, hið fyrsta á Akur- eyri 1909 og annað og þriðja mótið í Reykjavík 1911 og 1914. — Frá 1940 hafa landsmótin verið haldin á þriggja og fjögurra ára fresti og stöðugt vaxið að umfangi, þátttöku og glæsibrag. Löngum starfsdegi er nú senn lokið við undirbúning þessa 15. landsmóts UMFI hér í heimabyggðum fram- kvæmdaaðila og hjá ungmennafélögun- um og héraðssamböndunum um land allt. Framundan er einskonar úttekt eða svið- setning og á miklu ríður fyrir okkur öll að vel takist. Landsmótsárin renna hvert á eftir öðru í tímanna rás, en skilja eftir minningar um starf og unna sigra á vettvangi í- þrótta- og félagsstarfs. Fjöldaþátttakan er aðalsmerki lands- móta UMFÍ, en afrek íjnóttafólksins frá einu móti til annars bera ótvírætt vitni hinu íjrróttalega gildi landsmótanna. Augu alþjóðar munu fylgjast með ]rví sem gerist hér nú um þessa helgi, þannig eru landsmótin orðin einskonar þjóðhátíð 10 S KIN FAX I

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.