Skinfaxi - 01.10.1975, Blaðsíða 38
FRÁBÆR FRAMMISTAÐA
LÍTILS FÉLAGS
USK varð í 4. sæti á landsmótinu
Ungmennafélagið Skipaskagi á Akra-
nesi sá um undirbúning og framkvæmd
15. landsmótsins ásamt Ungmennasam-
bandi Borgarfjarðar. Það var í mikið
ráðist fyrir lítið félag, en það reyndist
vandanum vaxið. Umf. Skipaskagi hef-
ur vissulega látið til sín taka á lands-
mótum UMFÍ fyrr, einkum á Sauðár-
króki þar sem félagið hlaut 55 stig. En
núna náði félagið fjórða sæti í heildar-
stigakeppninni, og hlaut stig í fleiri
greinum en nokkru sinni áður. Þetta
er stórt afrek lítils félags sem raunar
getur ekki talist lítið lengur. Með þess-
ari frammistöðu hefur USK áreiðan-
lega eflst að mannafla ekki síður en
styrk.
Að loknu landsmótinu átti Skinfaxi tal
við Garðar Óskarsson, formann Umf.
Skipaskaga á Akranesi, en félag hans
var annar framkvæmdaðili mótsins.
— Eg álít að mótið hafi tekist sérstak-
lega vel, sagði Garðar, — bæði fyrir
keppendur og áhorfendur. Það tókst hins
vegar ekki eins vel með fjárhagsafkom-
una því að við reiknuðum með meiri að-
sókn. Eg er ekki í neinum vafa um að
mótið hefur orðið félagi okkar, Borgfirð-
ingum og bæjarfélaginu hér til sóma.
— Hvaða þýðingu hefur mótið fvrir
ungmennafélagið?
— Undirbúningsstarfið var strax þýð-
ingarmikið fyrir okkur, það jók félags-
áhugann. Það reyndist líka auðsótt mál
að leita til utanfélagsmanna sem allir
vildu rétta okkur hjál]>arhönd. Nú send-
um við í fyrsta sinn stóran þátttakenda-
hóp í sjálfa kep]>nina. Við lögðum metn-
að í að hafa þetta samstilltan og vel bú-
inn hóp. Frammistaða keppendanna úr
Garð'ar Óskarsson
með verðlaunin
sem Umf. Skipa-
skagi hlaut fyrir
myndarlega þátt-
töku og framfarir.
38
S KIN FAX I