Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1976, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.04.1976, Blaðsíða 5
Framkvæmdastjórar þinga Fræðsla, íþróttir og skoðanaskipti Dagana 28.—30. maí fór fram hið árlega framkvæmdastjóranámskeið Félagsmálaskóla UMFÍ og félags fram- kvæmdastj óra ungmennafélaganna. Námskeiðið var haldið í Stórutjarn- arskóla í S-Þing. og er skemmst frá bví að segja að aðstæður allar voru Þar frábærar og undirbúningur heimamanna með miklum ágætum. Námskeiðið sóttu samkvæmt venju starfsmenn og væntanlegir starfs- frienn hreyfingarinnar og einnig stjórnarmenn eða formenn í þeim til- fellum að viðkomandi samband hefði ekki launaðan starfskraft. Eftirtaldir aðilar sóttu námskeiðið: t- Ófeigur Gestsson, form. UMSB. 2. Eiríkur Jónsson, stjórnarm. UMSB. 3. Gunnar Kristjánsson, form. og framkvæmdastj. HSH. 4. Pétur Eysteinsson, framkv.stj. USAH. 5. Gestur Þorsteinsson, form. UMSS. 6. Arnaldur Mar Bjarnason, frkvstj. HSÞ. 7. Vigfús Helgason, væntanl. frk. USVS. 8. Diðrik Haraldsson, frkvstj. HSK. 9. Haukur Hafsteinsson, frkvstj. UMFK. 10. Sveinn Vilhjálmsson, stjórnarm. UMSK. 11. Sveina Sveinbjörnsd., fyrrv. frkv,- stj. UMSK. 12. Ingimundur Ingimundars. fyrrv. frkvstj. HSH. 13. Arnór Benónýsson, stjórnarm. USÞ 14. Lilja Steingrímsd. starfsm. UMFÍ. 15. Sig. Geirdal, starfsm. UMFÍ. Eins og sjá má af upptalningu þess- ari var þetta hinn myndarlegasti hóp- ur en þó verður að harma það hvað mörg héraðssambönd vantar i hópinn bæði af þeim sem hafa starfsmenn og eins af hinum. Þá verö ég einnig að geta þess að það olli talsverðum erfið- leikum að allnokkrir höfðu boðað komu sína en mættu svo ekki án þess að boða forföll eða boðuðu forföll á síðustu stundu. S KIN F A X I 5

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.