Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1976, Blaðsíða 18

Skinfaxi - 01.04.1976, Blaðsíða 18
Þessar stúlkur hlutu verðlaun á innanfélags- móti Gerplu á sl. vetri. (Ljósm. Gunnar Steinn) starfi okkar mest. Við höfum æft í félagsheimili KFUK og í leikfimisal Kópavogsskóla, en báðir salirnir eru of litlir fyrir gólfæfingar og þar með fyrir gráðupróf. Við höfum reynt að bæta úr því með því að fara til Reykja- víkur á sunnudagsmorgnum, en þar höfum við fengið afnot af íþróttahúsi Kennaraháskólans. — Þú nefndir gráðupróf; hvers kon- ar gráður er um að ræða í fimleikum? — Sá fimleikastigi sem við kennum, er grunnþjálfun og próf í honum er mælikvarði á framfarir og hæfni iðk- andans. Við notum sama stigann og Norðmenn og svipað kerfi er víðar á Norðurlöndunum. í fimleikastiganum eru 12 þrep, og í hverju þrepi er gert ráð fyrir hæfniprófum í fjórum grein- um: æfingum á gólfi, æfingum á ol- ympíuslá, æfingum á tvíslá og í stökk- um. Iðkendur geta náð fyrstu og jafn- vel annarri gráðunni eftir fyrsta vet- urinn. Stiginn verður svo stöðugt erf- ari eftir því sem ofar dregur, og þeir sem eru staddir í honum miðjum, hafa náð verulegri leikni. Til þess að prófa iðkendur þarf að sjálfsögðu þjálfara sem sérstök dóm- araréttindi, byggð á kunnáttuprófi. Hér á landi skortir enn réttindafólk til að prófa eða dæma í keppni þá sem lengst eru komnir. j Gerplu eru nú fjórir iðkendur sem ekki geta farið í próf hér á landi vegna þess að þeir eru komnir að gráðum sem engin íslend- ingur hefur rétt til að prófa í. — Hvað eru margir fimleikaþjálf- arar hjá félaginu? — Þeir eru fjórir: Margrét Bjarna- dóttir, Dana Jónsson, Guðrún Gísla- dóttir og Steinn Magnússon. Um síð- ustu áramót fengum við þjálfara frá Noregi sem hélt hér sérstakt námskeið 18 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.