Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1976, Blaðsíða 11

Skinfaxi - 01.04.1976, Blaðsíða 11
Ole Schöler þjálf- ar frjálsíþrótta- fólk í Fuglsö. dönsku ungmennafélaganna er hald- iö verður i Esbjerg. Hluti hópsins keppir þar í úrvalsliði IJMPÍ sem þangað hefur verið boðið til keppni. Þessi æfinga- og keppnisferð er enn eitt ánægjulegt dæmi um þá góðu samvinnu sem tekist hefur milli ís- lensku og dönsku ungmennafélaga. í fyrra fór stór hópur ungmennafélaga til Danmerkur til keppni. Meðal þeirra var hópur ungs fólks frá Skarphéðni sem æfði sund og keppti í Danmörku. Skarphéðinsmenn telja að ferðir sem þessar hafi mikla þýðingu, enda hafi það þegar sýnt sig í góðum félagsanda og betri íþróttaárangri. HSÞ gefur út minnispening Héraðssamband Suður-Þingeyinga gef- ur i sumar út minnispening í tilefni 60 ára afmælis HSÞ 1974 og 50 ára afmælis Laugaskóla 1975. Minnispeningurinn mun koma á markað i byrjun júli. Gefnir verða út 500 númeraðir brons- peningar og 50 silfurpeningar og 20 gull- peningar að auki ef næg eftirspurn verð- ur. Verð bronspeningsins er 4000 krónur, en verð á gullpeningi og silfurpeningi ræðst af gengisskráningu. Aðildarfélög HSÞ annast sölu á minnispeningum, og skulu þeir pantaðir hjá framkvæmda- stjóra HSÞ, Arnaldi Bjarnasyni á Foss- hóli. Þannig sýna hliðar minnispeningsins tvenn merkisafmæli í menningarmálum Þingeyinga. SKINFAXI 11

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.