Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1976, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.04.1976, Blaðsíða 8
ast menn vel störfum og starfsaðferð- um hvers annars og þannig verða all- ir á námskeiðinu í senn kennarar og nemendur. Varaform. PFU, Ingim. Ingimundars. setti fundinn og greindi nokkuð frá störfum FFU frá stofnun samtakanna en þau hafa einkum beinst að kynn- ingar og fræðslustarfsemi. Nokkrar umræður urðu síðan um markmið og starfshætti félagsins en síðan var gengið til kosninga og fóru þær þann- ig: Form. Arnaldur Mar Bjarnas. HSÞ. Gjaldk. Diðrik Haraldsson HSK. Ritari Pétur Eysteinsson USAH. í varastjórn Haukur Hafsteinsson UMFK, Ingólfur Steindórsson USK, Sveina Sveinbjörnsdóttir UMSK. Endurskoðendur Sig. Geirdal og Ingi- mundur Ingimundarson. Til að ofgera ekki þátttakendum með of löngum kyrrsetum, var brugðið á leik á milli þátta og þá keppt í sundi, blaki, knattspyrnu o. fl. Mynduðust skjótt harðsnúin lið og var keppni oft tvísýn, enda stýrðu liðunum harð- snúnir foringjar, þær Sveina Svein- björnsdóttir, sem var foringi Bláu sveinstaulanna og Lilja Steingríms- dóttir sem var liðsforingi Rauðu akur- lilj anna. Námskeiðið þótti í heild takast með ágætum, enda gerði veðurblíða og frá- bær aðstaða sitt til að auka á ánægju þátttakenda. Sig. Geirdal. Afrekaskrá HSK í frjálsum íþróttum Komin er úr Afrekaskrá Skarphcðins í frjálsum íþróttum 1910—1976, stórt og vandað fjölrit með mörgum prentuðum myndasíðum. f ritinu eru skrár um 20 bestu afrek, eða þvi sem næst, karla og kvenna i frjálsum íþróttum innan Hér- aðssambandsins Skarphéðins allt frá stofnun þess. í ritinu eru einnig skrár um 10 bestu afrek i aldursflokkum karla og kvenna, svo og innanhússafrek. Þá eru einnig i ritinu metaskrár i öllum flokkum. Það er Þráinn Hafsteinsson sem tekið hefur þessar skrár saman, og er hér um geysimerkt heimildarsafn að ræða fyrir sögu Skarphéðins. Ólafur Unnsteinsson tók saman skrá um afrek kvenna og karla í frjálsum íþróttum i Skarphéðni, og kom hún út árið 1965. Byggir þessi skrá að nokkru á henni en bætir við afrekum síðustu tiu ára og fjöldamörgum öðrum skrám. Ólafur Unnsteinsson hefur líka lesið yfir þessa skrá og veitt leiðbeining- ar. Það er frjálsiþróttanefnd Skarphéðins sem gefur ritið út. 8 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.