Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1976, Blaðsíða 14

Skinfaxi - 01.04.1976, Blaðsíða 14
íþróttamaðurinn er feiminn Niðurstöðurnar af rannsókn Mákelá eru margvíslegar og tilgreindar í smá- atriðum í ritgerð hans. Hann segir að feimni sé algeng í grundvallarskap- gerð íþróttam. en þeir leitist jafn- an við að sýna sjálfstjórn. Aðstöðu- bundin viðbrögð taugakerfisins séu al- geng, en þetta sé háð hverri íþrótta- grein og eðli keppninnar. ísknattleiks- menn eru t. d. vanir að berja kylfun- um í svellið fyrir keppni, og sumir þeirra brugðust illa við ef þeir gátu ekki alltaf notað sömu snagana í bún- ingsklefanum. Einnig komst læknirinn að þvi að íþróttamenn áttu betri samskipti við fjölskyldu sína en hinir. Ennfremur að kynlíf iþróttamanna væri farsælla og reglubundnara en hins almenna borgara sem ekki stundar íþróttir. F j árhags vandamál Erfiðasta vandamál afreksmanna í íþróttum eru fjármálin. Sérstaklega reyndist þetta vera niðurstaðan úr svörum lyftingamanna, skíðamanna og glímumanna, en frjálsíþróttamenn og ísknattleiksmenn höfðu ekki eins þungar áhyggjur af peningamálunum. Mörg sálræn og félagsleg áhyggjuefni rejmdust eiga upptök sín í fjármála- erfiðleikum, einkum meðal fólks úr láglaunastéttum. Til íþróttaiðkana af- reksmanna fer mikill tími og það getur þýtt minni peningaráð. Stundum heyrast háværar raddir sem segja að íþróttaleiðtogar útþrælki afreksfólkinu til þess að þjóna eigin metnaði sínum. Ekkert í rannsóknum dr. Mákela styður slíkar fullyrðingar. Enginn íþróttamannanna hafði slíkt álit, og læknirinn telur að engan þeirra hafi brostið kjark til að láta í ljós slíkt álit. Þeir hafi óhikað gagn- rýnt ýmislegt í stjórn, félagsmálum og æfingum, en enginn taldi íþróttaleið- toga misnota aðstöðu sína gagnvart íþróttamönnum. Margir íþróttamann- anna gagnrýndu ríkisvaldið fyrir að styðja illa við afreksíþróttir. Þeir hafa ekki aðeins áhyggjur af eigin fjármál- um, heldur einnig af fjárhag lands- sambanda sinna og forystumanna þeirra. Mákelá telur að margir íþróttahóp- arnir, t. d. skíðamennirnir, gætu bætt árangur sinn ef þeir fengju betri sál- fræðilega aðhlynningu, þannig að þeir gætu slakað betur á vegna fjárhags- áhyggjanna. Sama gáfnastig í ljós kom að glímumennirnir þjáð- ust af þreytu sem m. a. stafaði af mar- tröð og öðrum svefntruflunum. Lækn- irinn staðhæfir að allt slíkt mætti bæta með sálfræðilegri heilsugæslu sem oftast væri vanrækt. Rannsókn- irnar leiddu ekki í ljós neinn mun á gáfnastigi hinna ýmsu íþróttamanna- hópa. En ýmsir skapgerðareiginleikar reyndust afar mismunandi. Þrautseigjan er mest hjá skíða- göngumönnum. Árásar- og áhlaups- hæfileikar reyndust mestir hjá ís- knattleiksmönnum og glímumönnum. Lyftingamennirnir reyndust í einna bestu andlegu jafnvægi og hafa mest sjálfsálit. Hjá glímumönnum kemur 14 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.