Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1976, Blaðsíða 27

Skinfaxi - 01.04.1976, Blaðsíða 27
varð Eilífur í Mývatnssveit stigahæsta fé- lagið, en i bikarkeppni fyrir 14 ára og yngri sigraði Völsungur. Héraðsmót i sundi var endurvakið á starfsárinu og haldið í Stórutjarnarskóla. Þátttaka var mjög góð, 70 keppendur, og hlaut Völs- ungur flest stig. Héraðsmót var einnig háð i knattspyrnu, karla- og unglinga- flokkum og í kvennaflokki, og að lokum má geta héraðsmóts i blaki bæði fyrir konur og karla. Félags- og fjármál Fjárhagur sambandsins er ekki sem bestur, og var halli á rekstrarreikningi um 500 þús. krónur, en niðurstöðutölur rekstrarreiknings kr. 4.273.183. Styrkir þeir sem sambandið hefur notið á undan- förnum árum frá sýslu, kaupfélögum, bæjar- og sveitarfélögum, hækkuðu nokkuð en þó ekki í hlutfalli við verð- lagshækkanir. Fjár var aflað með ýmsu móti s. s. með mótum og samkomuhaldi, sölu minjagripa, happdrætti o. fl. Á starfsárinu áttu tvö félög i HSÞ merkisafmæli. Umf. Gaman og alvara í Ljósavatnshreppi átti 70 ára afmæli 27. desember. Félagið hefur starfað mikið að íþrótta- og félagsmálum. Það hefur einn- ig haft góða leikstarfsemi og var leikrit- ið Maður og kona eftir Jón Thoroddsen sett á svið í tilefni afmælisins. Jónas Jónsson frá Hriflu var fyrsti formaður félagsins, en núverandi formaður er Hiöðver Hlöðversson á Björgum. Þá átti Magni i Höfðahverfi 60 ára afmæli. Á ársþinginu voru kunngerð úrslit í kosningu iþróttamanns ársins í héraðinu, en atkvæðagreiðsla hafði farið fram meðal formanna sambandsfélaganna i vetur. Hinn nýkrýndi glímukappi íslands, Ingvi Yngvason var kjörinn íþróttamaður ársins 1975, en 5 aðrir iþróttamenn og -konur hlutu viðurkenningu. Þetta eru stúlkurnar frá Húsavík sem sigr- uðu á handknattleiksmótinu i Álaborg í fyrra. Óskar Ágústsson lætur af formennsku Óskar Ágústsson sem verið hefur for- maður HSÞ í 19 ár, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Voru Óskari þökkuð frábær störf i þágu sambandsins og samþykkt einróma að gera hann að heiðursfélaga. Þá baðst Arngrímur Geirsson einnig undan endurkjöri, en hann hefur verið gjaldkeri sambandsins i áratug. Voru honum einnig þökkuð mikil og góð störf í þágu sambandsins. Stjórn HSÞ skipa nú þessir menn: Halldór Valdimarsson formaður, Jónas Sigurðsson, Völundur Hermóðsson, Freyr Bjarnason, Arnór Benónýsson, Baldvin Kr. Baldvinsson og Jón Illugason. Framkvæmdastjóri HSÞ er Arnaldur Bjarnason, Fosshóli. SKINFAXI 27

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.