Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1976, Blaðsíða 15

Skinfaxi - 01.04.1976, Blaðsíða 15
fram mikil félagsleg samstaða, engu minni en hjá hópiþróttamönnum. Myrkfælnir kappar. Makelá telur feimni iþróttamann- anna eiga rætur að rekja til uppeldis- venja í Finnlandi sem séu strangar og innprenti börnum mikla blygðunartil- finningu. 75,6% af afreks-íþrótta- mönnum töldu sig hafa verið feimna sem börn, og 60% sögðust vera það enn eftir að fullorðinsaldri var náð. Af þessu sést hins vegar að íþrótta- iðkun eykur sjálfstraustið. Nærri þvi helmingur íþróttamannanna taldi sig vera haldinn einhvers konar eðlislægri hræðslu, og er myrkfælnin algengust. Sumir voru hræddir við hunda. Ótrygg framtíð Rannsóknin og niðurstöður henn- ar sýna fram á að engin hætta á að vera á því að iþróttamenn einangrist á neinn hátt í samfélaginu. Eitt atriði kemur fram sem vekur nokkra á- hyggju: 47 af hinum aðspurðu telja að íþróttaiðkanir þeirra valdi nokk- urri óvissu um framtíðaröryggi þeirra. Þetta öryggisleysi stafar af því að fólk sem eyðir öllum frístundum sínum og oft hluta af vinnutíma til íþróttaiðk- ana, það hlýtur að afsala sér ýmsum tsekifærum til veraldlegra gæða. Þeg- ar íþróttamennirnir voru spurðir um það hvað þeir teldu sér mikilvægast til gæfuríks lífs, svöruðu þeir: hamingjusamt fjölskyldulíf, velgengni í starfi, efnahagsleg velgengni og íþróttaleg velgengni. Verðmætamatið var í þeirri röð, sem hér að framan Kaarlo Kangasniemi, 34 ára. Einn frægasti lyftingamaður Finnlands og eitt rannsókn- arefni dr. Mákelá. greinir. Það er erfitt fyrir afreksmann í íþróttum að öðlast þetta allt, og því ekki furða þótt honum finnist stund- um sem hann hafi fórnað íþróttun- um miklu. Það leiðir af líkum að íþróttamað- urinn hefur ekki mikinn tíma aflögu til annarra tómstundaiðkana en íþrótta. Rannsóknin leiddi hins vegar í ljós að áhugamál þeirra eru eins fjöl- skrúðug og hins almenna borgara sem ekki stundar íþróttir. SKINFAXI 15

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.