Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1976, Blaðsíða 25

Skinfaxi - 01.04.1976, Blaðsíða 25
MARGIR AÐ VERKI 1 HSÞ Félagar í Héraðssambandi Suður-Þing- eyinga voru um síðustu áramót 1180 að tölu í 13 félögum. Þátttaka í hinum ýmsu iþróttagreinum og félagsstörfum var mjög góð sem sést á þvi að þátttakendur voru 2425 í 23 greinum starfsins. Sýnir þetta hversu virkir félagarnir eru, en fjölmennustu flokkarnir voru: knatt- spyrna 378, nefnda- og stjórnarstörf 300, handknattleikur 268, frjálsar iþróttir 263 og sund 215. Þessar upplýsingar komu fram á árs- þingi HSÞ, sem haldið var í Skútustaða- skóla 1. og 2. maí sl. _____ Fjölþætt íþróttastarf íþróttafólk HSÞ tók þátt i mörgum íþróttamótum bæði innan héraðs og ut- an. Ber þar hæst landsmótið á Akranesi. Þangað fór stór hópur iþróttafólks og stóð sig með mikilli prýði, — HSÞ varð í þriðja sæti i heildarstigakeppni mótsins með 156,5 stig. Norðurlandsmótið í frjáls- um íþróttum vann HSÞ með 156,5 stigum og Bikarkeppni FRÍ, 2. deild, með 136 stigum. Frjálsíþróttafólk frá HSÞ tók þátt i Danmerkurferð UMFÍ, unglingakeppni FRÍ og fleiri mótum. HSÞ á nú orðið einn besta glímuflokk landsins, og tóku þing- eyskir glimumenn þátt i öllum helstu landsmótum í glímu. Mikil þátttaka var i knattspyrnu, öllum flokkum, bæði inn- an héraðs og utan. Húsavik er eini stað- urinn þar sem skíðaíþróttir eru stundað- ar og tóku Húsvíkingar þátt i mörgum skíðamótum. Að lokum skal þess getið að hópur unglinga frá Húsavík fór í keppn- isferð til Álaborgar i Danmörku og keppti í knattspyrnu og handknattleik. Stúlk- urnar unnu handknattleikskeppnina, en piltarnir urðu númer 2 í handknattleik og í þriðja sæti í knattspyrnu. í héraði HSÞ stóð fyrir Laugahátið 1975 um verslunarmannahelgina. Tókst þessi há- tíð vel, og hefur verið ákveðið að halda áfram slíku hátiðahaldi. Á hinu árlega héraðsmóti HSÞ i frjáls- um iþróttum varð Völsungur á Húsavik stigahæsta félagið með 98 stig. Einnig var haldið héraðsmót fyrir unglinga, og Myidin er tekin á síð- asta ársþingi HSÞ að Skútustaðaskóla í vor. (Ljósm. S. Geirdal) SKINFAXI 25

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.