Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1976, Blaðsíða 13

Skinfaxi - 01.04.1976, Blaðsíða 13
IÞROTTIR auka sálrænt jafnvægi Antti Makela. 29 ára gamall finskur læknir, Simo Antti Mákelá, hefur nýlega variS doktorsritgerð sína við háskólann í Helsinki, og fjallar hún um efnið „geðræn rannsókn á karlkyns kepp- endum í fimm íþróttagreinum". í rannsókn sinni leitast Mákelá við að skýra persónueinkenni og geð- læga eiginleika íþróttamanna í Finnlandi. Hann kannar einnig hvort eiginleikamir greinist eftir hinum mismunandi íþróttagrein- um. Keppendur og aðrir 127 vel þjálfaðir keppendur tóku þátt í rannsókn læknisins, og voru þeir úr fimm greinum íþrótta: ísknatt- leik (28), frjálsíþróttum (31), lyfting- um (12), skíðagöngu (30) og glímu (26). Til samanburðar tóku svo 58 manns til viðbótar þátt í rannsókn- inni. Það voru menn sem ekki æfa íþróttir en geta kallast sýnishorn af hinum almenna finnska borgara úr sömu aldursflokkum og íþróttamenn- irnir. Makelá kemst að þeirri niðurstöðu að íþróttamennirnir séu að jafnaði í betra andlegu jafnvægi og sjálfum sér samkvæmari en samanburðarhópur- inn sem ekki æfir íþróttir. Einnig leiddi rannsóknin í ljós athyglisverð- an mismun á íþróttamönnum úr mis- munandi greinum íþrótta. Ofangreindar fimm íþróttagreinar voru valdar bæði vegna útbreiðslu þeirra í Finnlandi og góðs árangurs finna í þeim á alþjóðavettvangi. Mákelá bendir á að það sé almenn skoðun að keppni úrvals-íþrótta- manna hljóti að fylgja líkamleg og sálræn streita, og þess vegna sé ekki óeðlilegt að spyrja hvort keppni í íþróttum geti verið hættuleg fyrir heilsuna. Þar að auki er baráttan um gullverðlaun og sigurheiður svo hörð að ástæða er til að leggja áherslu á það sálræna álag sem alltaf fylgir baráttunni um fyrsta sætið. Hin lækn- isfræðilega rannsókn leiddi í ljós að íþróttamennirnir höfðu miklu meira sálrænt jafnvægi en hinn hópurinn sem ekki stundaði íþróttir. S KI N F A X I 13

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.