Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1976, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.04.1976, Blaðsíða 6
Þetta er afar slæmt með tilliti til undirbúnings t. d. hafði verið gert ráð fyrir þeim hvað varðar ferðir, mat, gistingu o. fl. Að þessu sini var hafður sá háttur á námskeiðinu að dagskrá var ekki fastmótuð fyrir fram, en þátttakend- ur komu með óskir sínar um þætti sem þeir óskuðu eftir að fjallað yrði um. Verður slíkt að teljast æskilegt að mínum dómi einkum vegna nýrra starfsmanna, en þó teldi ég rétt að ákveðinn tími námskeiðisins færi í þessa liði en að öðru leyti yrði dag- skráin ákveðin með góðum fyrirvara. Á námskeiðinu var lögð fram og kynnt svokölluð FFU-mappa eða framkvæmdastjóra mappa og er ætl- ast til að hún innihaldi margvíslegar reglugerðir og upplýsingar sem starfs- mennirnir þurfa á að halda í starfi sínu, ekki var þó komið í möppuna allt sem áætlað er að hafa í henni, enda mun hún í framtíðinni þurfa sífelldr- ar endumýjunar við. Þeir þættir sem mappan inniheldur nú eru þessir; 1. Samantekt um hlutverk og verk- efni framkvæmdastj. tekið saman af Arnaldi Mar Bjarnasyni. 2. Samantekt um undirbúning og framkvæmd sumarhátíða. T. s. af Arnaldi Mar Bjarnasyni. 3. Samantekt um undirbúning, fram- kvæmd og frágang ungmennabúða 4. Samstarf félaga og skóla. T. s. af Ingimundi Ingimundarsyni. 5. Kynningarstarfsemi. T. s. af Ingi- mundi Ingimundarsyni. 6. Um skattfríðindi. T. s. af Sig. Geir- dal. 7. Stj órn og nefndir UMFÍ. 8. Skrá um sambandsaðila og for- menn innan UMFÍ. 9. Uppl. um stjórn, nefndir og dóm- ara HSÍ. 10. Lög framkvæmdastjórafélags ung- mennafélaganna FFU. 11. Handbók Frj álsíþróttasambands íslands 1976. 12. íþróttalögin. 13. Lög um æskulýðsmál. 14. Lög um félagsheimili. 15. Lög um fjárhagsstuðning við leik- starfsemi áhugamanna. Auk þessara þátta er ætlunin að bæta fleirum við sem fyrr segir, svo sem fleiri þáttum frá sérsamböndum ÍSÍ, um íþróttakennarafélagið, um landgræðslumál o. fl. Þessir þættir í möppunni voru nokkuð ræddir, auk þess aðrir þættir starfseminnar svo sem ferðalög og fararstjórn, samstarf hinna ýmsu héraðssambanda við skól- ana, félagsmálafræðslan, útgáfustarf- semi, fjáröflun og erlend samskipti og fleira. Yfirleitt var farið yfir þessa þætti þannig að þátttakendur skýrðu frá starfi sinna sambanda að viðkom- andi þætti og helstu áætlunum um framhald og síðan fóru fram hring- borðsumræður. Með þessu móti kynn- I Starfsgleði og Ieikjagleði eru allsráðandi á starfsmannanámskeiðum Félagsmálaskóla UMFÍ. Myndasyrpan á síðunni til hægri er frá námskeiðinu í vor í Stórutjarnaskóla, og sjást nokkrir þátttakenda í starfi, leik og hvíld. 6 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.