Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1976, Síða 18

Skinfaxi - 01.08.1976, Síða 18
Dagskráin er í stórum dráttum á þá leið að fyrir hádegi skipti fólk sér í starfshópa og voru verkefnin að þessu sinni, þjóðdansar, leiklist, þjóðlaga- söngur og verkefni eins hópsins hét einfaldlega „Kynnist íslandi.“ Eftir hádegi voru íþróttir svo sem knattspyrna, sund og blak, og voru þá landskeppnir nær daglegur viðburöur, en einnig var föndur á þessum tíua fyrir þá sem vildu og var þar unnið úr íslensgri ull, og gerðar kembdar vegg- myndir. Þá var hestaleiga á staðnum og var það afar vinsælt. Kvöldin voru skipulögð þannig að þá voru kvöldvökur þar sem ýmislegt var á boðstólum; löndin eða starfs- hóparnir komu hvert með sinn dag- skrárþátt, og á einni var kynning á UMFÍ og okkar starfi en þar var m. a. sýnd Landsmótskvikmynd. Víkverjar sýndu glímu og Umf. íslendingur sýndi þjóðdansa. Þetta er nú í stórum dráttum skipu- lag vikunnar, en eins og nærri má geta var oft glatt á hjalla og þá fundið upp á ýmsu fyrir utan það sem á dag- skránni var. Skoðanaferðir um ná- grennið kunnu gestirnir vel að meta enda var staðsetning vikunnar einkar heppileg með slíkt í huga. Alls sóttu þessa viku 80 erlendir gestir og 12 íslenskir ungmennafélag- ar. Ég ætla ekki að fara að rifja upp einstök skemmtileg atvik eða þætti enda færi betur á að aðrir gerðu það en ég, en vil að lokum færa öllum, sem hjálpuðu okkur með að gera þessa daga ógleymanlega, okkar bestu þakk- ir. Sig. Geirdal. MYNDASYRPAN í OPNUNNI sýnir ýmsar svipmyndir í starfi skemmtunum og ferða- lögum á Norrænu ungmennavikunni í sumar. KVEÐJA FRÁ DÖNSKUM ÞÁTTTAK AN D A Kæru félagar í UMPÍ. Undirrituð sendir kveðjur og bestu þakkir til ykkar allra, sem voru virkir þátttakendur í „Norr- ænu ungmennavikunni“ á Flúðum dagana 26. júli til 1. ágúst 1976. Það var dásamlegt að hittast aft- ur og ég þakka fyrir ykkar þátt í því að gera vikuna eins ógleyman- lega og raunin varð fyrir okkur öll. Þið voruð gestgjafar í orðsins bestu merkingu og þolgæði ykkar með eindæmum. Ég vil einnig þakka fyrir samver- una dagana eftir „vikuna“ og það sem þið þá gerðuð fyrir okkur. Við sáum og upplifðum margt hjá ykkur, sem seint mun gleymast. ísland var óviðjafnanlegt — okkur langar öll til að koma aftur: Hafið þökk, kveðjur. Karen Bjerre Madsen. -------------------------------------/ 18 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.