Skinfaxi - 01.04.1977, Page 6
félag sem flest stig hlýtur úr mótum
UMSE samanlagt. Einnig hlaut Umf.
Skriðuhrepps Félagsmálabikar UMSE
fyrir öflugt félagsstarf.
Á þinginu sæmdi Hafsteinn Þor-
valdsson form. UMFÍ þá Pál Garðars-
son og Birgi Þórðarson starfsmerki
UMFÍ.
í stjórn sambandsins voru kjömir:
Haukur Steindórsson form., Magnús
Kristinsson ritari, Jóhannes G. Sig-
urgeirsson gjaldk., Birgir Jónasson
varaform. og Vilhjálmur Björnsson
meðstjórnandi.
Þóroddur Jóhannsson, sem verið
hefur í starfi hjá UMSE í 20 ár, fyrstu
7 árin sem formaður, en síðan sem
frkvstj. þess, lætur nú af starfi frkvstj.
en við tekur Halldór Sigurðsson kenn-
ari við Þelamerkurskóla.
Ársþing héraðssambands
Suður-Þingeyinga
64. ársþing HSÞ var haldið í félags-
heimilinu Sólvangi Tjörnesi 30 apríl
og 1. maí sl. Á þingið mættu 33 full-
trúar frá 12 aðildarfélögum. Gestir
þingsins voru Sveinn Björnsson vara-
forseti ÍSÍ, Hermann Guðmundsson
framkvæmdastjóri ÍSÍ, Hafsteinn Þor-
valdsson formaður UMFÍ og Sigurður
Geirdal framkvæmdastjóri UMFÍ.
Halldór Valdimarsson flutti skýrslu
stjórnar og kom þar fram að starf
HSÞ var allumsvifamikið á árinu.
Sambandið hafði tvo launaða starfs-
krafta á sínum snærum, þá Arnald
Bjarnason framkvæmdastjóra og
Hjört Einarsson íþróttakennara,starf-
aði hann sem þjálfari á vegum sam-
bandsins sl. sumar. í skýrslu formanns
kom fram að þessir starfskraftar hafi
nýttst sambandinu mjög vel og störf
þeirra borið ríkulegan ávöxt. Á sam-
bandssvæði HSÞ eru nú stundaðar
flestar þær íþróttagreinar sem eru
keppnisgreinar í dag, og þar er eitt
helzta höfuðvígi íslenzku glímunnar
en íslandsgliman var einmitt háð á
Húsavík á iaugardeginum, áður en
þing hófst.
Á þinginu kom fram megnasta
óánægja með það hversu fáir sunnan-
menn höfðu mætt til keppni, svo og
hve stjórn Glímusambandsins hafði
sýnt mótinu lítinn áhuga.
Hér sést hluti þingfull-
trúa á 64. ársþingi
HSÞ. (Ljósm. Sig.G)
6
SKINFAXI