Skinfaxi - 01.04.1977, Page 14
Og hraði var víðar en í skákinni svo
sem á hraðmóti í körfubolta er var
meðal viðfangsefna UMSS í vetur.
Að lokum má geta nýstárlegrar
keppni sem fram fór á Sauðárkróki í
tilefni nýlokinna malbikunarfram-
kvæmda. Var það reiðhjólakeppni
með þátttöku 50 barna og unglinga á
aldrinum 6—14 ára. Hjóluðu þau
yngstu 700 m en þau eldri 1400 m.
Síðast en ekki síst er vert að geta
þess að Skagfirðingar hafa eignast
sína fyrstu skíðalyftu. Var skíðalyfta
þessi, sem staðsett er í Kúagili, gefin
Umf. Tindastóli í tilefni 70 ára af-
mælis þess, af Lionsklúbbi Sauðár-
króks.
Af framan greindu má sjá að í nógu
hefur verið að snúast hjá þeim Skag-
firðingum í vetur.
Formaður UMSS er Gestur Þor-
steinsson Sauðárkróki.
Ungó í sínu gamla
hlutverki
Félagsheimilinu Ungó hefur nú
verið breytt í íþróttahús, eru í húsinu
tveir salir, annar 18x9 m og hinn 15x6
m. Breytingu þessa má rekja til þess
hve rekstur þess sem félagsheimilis
hefur gengið illa, enda í harðri sam-
keppni við félagsheimilið Stapa. Einn-
ig hafði tilfinnanlegur skortur íþrótta-
húsnæðis sitt að segja.
Ungó eða ungmennafélagshúsið hef-
ur verið í eigu Ungmennafélags Kefla-
víkur síðan 1936. Var það í fyrstu not-
að jafnhliða sem íþrótta- og sam-
komuhús en síðan nær eingöngu sem
danshús. Árið 1950 var bætt við húsið
og hafði þáverandi formaður UMFK
Hólmgeir Guðmundsson veg og vanda
af þeirri framkvæmd.
Breytingar þær sem nú hafa verið
gerðar eru allkostnaðarsamar og hlýt-
ur sá kostnaður að vera félaginu tölu-
verður baggi, þó að á móti komi leiga
fyrir afnot þess við íþróttakennslu.
Heildarkostnaður við breytingarnar
er á bilinu 7—8 millj. er þó um all-
mikla sjálfboðavinnu að ræða, eða því
sem næst andvirði einnar milljónar.
Ungmennafélagið heiðraði Sæmund
Valdimarsson fyrir stærst framlag
sjálfboðavinnu. Var honum færð
áletruð bók í viðurkenningarskyni í
hófi sem haldið var er húsið var tekið
í notkun.
Enginn vafi er á því að tilkoma
þessara íþróttasala leysir töluvert úr
þeim vanda sem Keflvíkingar hafa átt
við að etja í íþróttakennslumálum,
þótt hér sé aðeins um tímabundna
lausn að ræða. Er því greinilegt að
Keflvísk æska stendur í þakkarskuld
við stórhuga forustumenn UMFK.
14
SKINFAXI