Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1977, Síða 3

Skinfaxi - 01.06.1977, Síða 3
« Ritstjóri og ábyrgðarm.: Gunnar Kristjánsson. — Út koma 6 hefti á ári. Tímarit Ungmennafélags íslands — LXVIII. árgangur— 3. hefti 1977 Landsmót UMFÍ Allt frá því að Sigurður Greipsson endurvakti Landsmót UMFÍ í Hauka- dal 1940 hafa þau verið haldin reglu- lega með þriggja til fjögurra ára millibili. Landsmótin hafa verið eins og stórar lýsandi perlur í starfskeðju liðinna ára. Þau hafa í senn verið samnefnari þess starfs sem unnið er í ungmennafélögunum á árunum milli þeirra og vottur þess hvað hægt er að gera með samstilltu átaki þar sem keppnin skipar hæfilegan sess en fagurt samstarf i sýningaratrið- um, dans og leikir hinsvegar mikið rúm. Þessi perlukeðja hefur vaxið að um- fangi og styrkleika með árunum og Landsmótin að sama skapi. Á Hauka- dalsmótinu er talið að verið hafi 73 keppendur og mótsgestir á annað þús- und. Síðan hefur fjöldi þátttakenda vaxið með hverju móti hröðum skref- um, þannig að á síðustu Landsmótum hafa þátttakendur verið hátt á annað þúsund en mótsgestir skipt þúsund- um. Um það má deila hvort Landsmótin eigi að vera árlegur viðburður eða með enn lengra millibili en nú er. Ýmis rök er hægt að færa fyrir báðum þessum sjónarmiðum. um hitt verð- ur ekki deilt að Landsmótin hafa kall- að fram sífellt aukið starf hjá félög- unum á íþrótta sem og hinu félags- lega sviði. Með þessu starfi hafa ein- staklingar öðlast aukinn þroska á flestum sviðum mannlegs lífs, en ein- mitt það er kjarni og stefnumið ung- mennafélagshreyfingarinnar. Enn er stefnan tekin á næsta Landsmót sem haldið verður á Sel- fossi á næsta sumri. Undirbúningur að þátttöku í því er að vísu löngu haf- inn. Hann hófst þegar 15. Landsmót- inu var slitið á Akranesi 13. júlí 1975. Um þessar mundir er hinsvegar mótið sjálft að hefjast með undanrásum í knattleikjum út um landið. Allar líkur eru á að 16. Landsmótið fylgi í kjölfar allra hinna með auknu fjölmenni og fjölbreytni og er það vel. Á meðan Landsmótin sýna aukið starf, aukinn þrótt félaganna, eiga þau að vaxa í höndum hreyfingar- innar, og á meðan svo er, verða þau framkvæmd með menningar- og myndarbrag, þrátt fyrir aukin skipu- lagsvandamál vegna nýrra keppnis- greina og fjölmennis. Mestu máli skiptir að þau verði aldrei fölsk mynd af starfinu og hald- in sakir hefðar en ekki af þörf. Guðjón Ingimundarson. SKINFAXI 3

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.