Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.06.1977, Qupperneq 10

Skinfaxi - 01.06.1977, Qupperneq 10
Guðbjartur Gunn- arsson. Ráðstefna um landbúnaðar- mál í Gol. 13.-16. mars 1977 Ég heí verið beðinn að segja álit mitt á ráðstefnunni og gagnsemi hennar fyrir okkur íslendinga og hvort einhver ástæða sé fyrir UMPÍ að senda fulltrúa á ráðstefnu sem þessa. Þessari spurningu er vand- svarað og raunar vart til hlítar svo að viðunandi sé. Ég býst ekki við að ráðstefnan skipti sköpum fyrir landbúnaðinn, hvorki hér á landi né á hinum Norður- löndunum. Hins vegar er aukin þekk- ing á þessu sviði, sem og á öðrum (sviðum) ávallt til góðs og víkkar sjóndeildarhring fólks. Við íslending- ar getum margt lært af frændum okk- ar á hinum Norðurlöndunum. Það er t.d. áberandi í norskum landbúnaði, sem við sáum að búin eru ekki stór á íslenskan mælikvarða og fólkið virðist komast vel af þrátt fyrir það og geta gert mikið úr litlu. Að þessu þyrftu íslendingar að gefa gaum, en því er ekki að leyna að stórbúskapur skapar mörg vandamál sem ekki eru auðleyst. Má þar nefna mikið vinnuálag, vinnu- bindingu, mikla fjármagnsþörf, sem skapar vandamál og erfiðleika t.d. við ættliðaskipti á bújörðunum o.fl. Nú ætla sjálfsagt ýmsir að til lítils sé að ræða landbúnaðarmál þar sem hann eigi enga framtíð fyrir sér hér á landi svo sem lesa má í Dagplaðssnepplum. En þar birtast oft níðgreinar um ís- lenskan landbúnað, þar sem stað- reyndum er snúið við og á þeim grundvelli lagt til að hann sé lagður niður og landbúnaðarvörur fluttar inn. Og svo er óþverrinn lesinn yfir landslýð í Ríkisútvarpinu, hinni „hlut- lausu“ stofnun allrar þjóðarinnar, oft á hverjum morgni og án þess að hægt sé að svara honum af hálfu bænda- samtakanna og leiðrétta rangfærsl- urnar. Því er ekki að leyna að þessi ábyrgð- arlausu níðskrif um íslenskan land- búnað hafa haft furðumikil áhrif, enda gamalkunn staðreynd, að sé lyg- in endurtekin nógu oft, fer fólk að trúa henni. Ég segi ábyrgðarlausu nið- skrif. Það hlýtur að vera ábyrgðarleysi að ætla að leggja niður aðra aðalmat- vælaframleiðslu landsmanna. Það er ekki að sjá að þeir, sem slíku halda fram, geri sér grein fyrir ástandinu í heiminum, þar sem stór hluti mann- kyns sveltur. Og alltaf fjölgar fólkinu í heiminum og vandamálin við fæðu- öflun aukast með auknum mann- fjölda. í slíkum heimi ætti hver þjóð að hafa það, sem takmark að vera a.m.k. sjálfri sér nóg með matvæli. Annað er ábyrgðarleysi. Ungmennafé- 10 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.