Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1977, Síða 15

Skinfaxi - 01.06.1977, Síða 15
Danskir sparisjóðir verð- launa dugmikla forystumenn í Danmörku, nánar tiltekið á Norð- ur-Jótlandi er til samvinnunefnd sparisjóða. Nefnd þessi hefur það hlutverk með höndum að veita dug- miklum íþróttaleiðtogum styrk, til þess að þeir eigi þess kost að sækja námskeið eða á annan hátt að auka við þekkingu sina á sviði iþrótta- og félagsmála. Þetta er í þriðja sinn sem slíkir styrkir eru veittir en þrír for- ystumenn hljóta hann í hvert sinn. Styrkupphæðin í ár var 5000 kr. danskar eða rúmlega 150 þús. íslensk- ar. Styrkina hlutu í þetta sinn Magna Anderssen Álaborg, Erik Christians- sen Álaborg og Birgit Larsen Höbro. Þessi frétt sem birtist i síðasta tbl. DDGU sem er blað danska ungmenna- og fimleikasambandsins, er birt hér til þess að undirstrika hversu langt við íslendingar eigum enn í land með að styrkja og efla hina frjálsu félaga- starfsemi í landinu. Frá USAH Ungmennasamband Austur-Húna- vatnssýslu sendi nýlega frá sér frétta- bréf þar sem greint er ítarlega frá helstu verkefnum sambandsins á sumrinu. í fréttabréfinu kemur fram að USAH er stór aðili í hátíðahöldum þjóðhátíðardagsins á Blöndósi og sér m.a. um keppni í frjálsum íþróttum, skemmtiatriðum og dansleiki. Af öðrum verkefnum sambandsins kemur fram að USAH gengst fyrir Ungmennabúðum í sumar. Er þetta í fyrsta sinn sem slík starfsemi fer fram á vegum sambandsins. Á ungmennabúðunum gefst þátt- takendum kostur á að læra sund og ýmsar aðrar íþróttir, fara í leiki, fjall- göngur og jafnvel á hestbak. Frjálsíþróttafólks bíða mörg mót á sumrinu og til þess að sem bestir árangrar náist hefur sambandið þrjá þjálfara á sínum snærum, einn á Blönduósi, annan á Skagaströnd og hinn þriðja í sveitunum. Auk móta innan héraðs s.s. unglinga og héraðs- mót tekur frj álsíþróttafólk frá USAH þátt í fjölda móta utan héraðs. Knattspyrnumenn hafa í mörg horn að líta og hafa því þjálfara sér til aðstoðar. Tekur liðið m.a. þátt í 3. deild og undanrásum knattspyrnu fyrir I,andsmót UMFÍ. í sundi verður héraðsmót en auk þess keppni við Vestur-Húnvetninga. Fór slík keppni í fyrsta sinn fram í fyrrasumar og lauk þá með naumum sigri Vestur-Húnvetninga. SKINFAXI 15

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.