Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.06.1977, Page 21

Skinfaxi - 01.06.1977, Page 21
í einfaldleika sínum. En ég tel að málið sé ekki svona einfalt. Megintilgangur með stofnun hreyf- ingarinnar hlýtur að hafa verið sá að efla félagsþroska þjóðarinn- ar. Þannig er ungmennahreyfingin grundvöllur fyrir öllu félagsstarfi í landinu. Á hvaða stigi er svo félagsþroski þjóðarinnar í dag? Mér er nær að halda að ástandið í þeim málum gæti verið æskilegra. Starfsemi skólakerfis og fjölmiðla, þessara afkvæma hugsjónanna, hefur verið með þeim eindæmum að í dag sjá sárafáir íslendingar sér hag í því að starfa að félagsmálum, nema þá að í staðinn komi von um gott starf, mannaforráð eða peningagróða helst skjótfenginn. Mér er nær að halda að lýðurinn sé að fara í órækt, hafi hann nokkurn tíma borið sitt barr. Það er aldeilis kominn tími til að reynt sé að efla félagshyggju í þjóð- arsálinni, það eitt gæti orðið hinum hálfblinda þjóðarlíkama til bjargar. Það er ekki nóg að fóðra fólkið á upplýsingum um atburði, sem gerðust í fyrndinni og höfðu e.t.v. áhrif á gang mannskynssögunnar. Það er ekkert lokatakmark að allir viti hvaða vörutegund henti best til hinna ýmsu þarfa nýja tímans. Hverju erum við bættari af þvi að kynnast störfum atvinnumorðingja og glæpamanna í fortíð og nútíð? Og hversu fátæk verðum við ekki af andlegum auði, ef að bókstaflega allar upplýsingar, sem á okkur dynja sýknt og heilagt eiga einungis að færa okkur heim sanninn um það á hvern hátt við getum komist af sem ein- staklingar, ef við fáum ekkert að vita um það á hvern hátt við ættum að umgangast náungann, þannig að allir hafi gagn og ánægju af. Við þurfum ekki nema að líta á félagsstarfsemina í landinu til að sjá afleiðingarnar. Sá sem kallaður er til forystu í ein- hverju frjálsu félagi og gegnir því kalli er í sannleika sagt ekki öfunds- verður. Hann hefur þar með kallað það yfir sig að vera úthrópaður sem hin mesta liðleskja á vettvangi félags- mála, ef hann starfar ekki hörðum höndum fyrir sitt félag mest allan sinn frítíma. Forystumenn félaga eru í raun þrælar þeirra, en ekki stjórnendur. Geri hinn óhamingjusami forystu- maður veikburða tilraun til að virkja til starfa óbreyttan félagsmann, er æpt á móti: Heyrðu góði, þetta átt þú að sjá um, þú ert í stjórn! Og ekki batnar ástandið ef kallaður er saman fundur um mál sem varðar félagið og þar með hvern einasta fé- lagsmann. Ef verður á annað borð fundarfært, mæta einungis á fundinn aðalmenn í stjórn, og ef til vill nokkrir óbreyttir félagsmenn, sjaldnast til að taka þátt í störfum fundarins nei, heldur til að híma úti í horni, ábyrgðarlausir, e.t.v. hugsandi um það hvernig þeir eigi nú að fara að því að borga nýja bílinn, sem þeir keyptu á dögunum. Ef stung- ið er upp á slíkum mönnum til for- ystustarfa, kippast þeir við sem harð- ast, og afsakanir og undanbrögðin SKINFAXI 21

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.