Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.06.1977, Page 22

Skinfaxi - 01.06.1977, Page 22
koma eíns og á færibandi: Óhentug og óregluleg atvinna, erfitt heimili, hugsanlegur brottflutningur á næst- unni, hæfileikaskortur og svo fram- vegis. Mér skilst að ungmennafélögin hafi starfað í mikilli breidd fyrstu áratug- ina, en síðan hefur sótt í þetta horf. Nú þarf að hefjast handa og virkja hinn almenna félagsmann. Ég afréð að láta sjá mig við þetta tækifæri hér á Borgarfirði vegna þess að hér þykist ég eygja sólskins- blett. Ungmennafélag Borgarfjarðar sýn- ist mér vera að jafna sig eftir svefn- inn á hjallanum, hinni imynduðu fjallsbrún. En eitt er nauðsynlegt að allir viti: Það er útilokað að komast upp á næsta hjalla, nema allir leggi sig fram. Þangað verður enginn fljót- ari en siðasti maður, þannig er það jafnan í fjallgöngum. Við verðum öll að taka virkan þátt í störfum félags- ins, sækja fundi þess, hefja þar um- ræður um hvaðeina, sem til góðs má vera i okkar þjóðfélagi. Ég varð fyrir ári síðan vitni að stuttu samtali Þorsteins Einarssonar íþróttafulltrúa og Aðalsteins Jónsson- ar formanns Ungmennafélags Jökul- dæla. Spurði Þorsteinn meðal annars um ætt Aðalsteins, og kom í ljós að Aðalsteinn var dóttursonur Aðalsteins Jónssonar frá Vaðbrekku. Hafði Þorsteinn kynnst Aðalsteini gamla á yngri árum og lýsti fræknleik hans sem glímumanns, spurði að lok- um Aðalstein yngra hvort þeir hefðu nokkurn tíma tekist fangbrögðum þeir frændur. Kvað Aðalsteinn nei við því. Var hann þá spurður hvort hann héldi að hann réði nú við karlinn. Varð Aðalsteinn vini mínum þá að orði: Ja, hann hefur nú ekki staðið upp í heilt ár, svo ég hugsa að ég hefði hann nú. Sjálfsagt finnst einhverjum þetta nöturlega mælt um karlægan ætt- ingja, en þetta er nú einu sinni svo, að þó gott sé að ylja sér við afrek fortíðarinnar, þá er það nú einu sinni nútíminn, sem við lifum í og til hans verðum við að taka tillit í okkar bar- áttu. Að baða sig í frægðarljóma for- feðra er alltaf freistandi, en nauðsyn- legt er að vita hvar í tímanum við erum staddir. Þó nauðsynlegt sé að þekkja þá baráttu, sem háð hefur verið til að koma okkur á þetta stig menningar eða ómenningar, verður það ávallt umhverfið og aðstæðurnar, sem við verðum að nota okkur þegar við hyggjumst öðlast þann félagsþroska, sem hlýtur að vera undirstaða heil- brigðs þjóðfélags. Ég vil að lokum óska Ungmenna- félagi Borgarfjarðar til hamingju með sín 60 starfsár, brautin hefur sjálfsagt oft verið þyrnum stráð, en ekki er um annað að gera en að læra af mistökunum og feta áfram braut- ina til velfarnaðar. Lifið heilir, Borgfirðingar. 22 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.