Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1978, Síða 3

Skinfaxi - 01.06.1978, Síða 3
SKINFAXI Tímarit Unginennafélags fslands — LXIX árgangur 3. hefti 1978. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gunnar Kristjánsson. — Út koma 6 hefti á ári. 16. Landsmót UMFI Ákveðið var að 16. Landsmót UMFÍ yrði á Dalvík, en ýmsar ástæður þar, urðu þess valdandi að sú áætlun stóðst ekki. Stjórn UMFÍ leitaði því til Héraðssambandsins Skarp- héðins með framkvæmd landsmótsins. Þótt stuttur tími væri þá til stefnu, tæplega 1 1/2 ár, brugðust Skarphéðinsmenn vel við og urðu við beiðni stjórnarinnar og eiga þeir sér- stakar þakkir fyrir skjót viðbrögð. Næsta landsmót UMFÍ verður því á Selfossi og fer fram 21. og 23. júlí. Skarphéðinsmenn eru ekki óvanir því að leysa af hendi stór verkefni. Þeir sáu m.a. um landsmót UMFÍ að Laugarvatni 1965, sem mjög var rómað, enda sérstaklega vel undir- búið og framkvæmt. Til Skarphéðinsfélaga er því borið fyllsta traust varðandi þetta lands- mót. Öll aðstaða til mótahalds á Selfossi verður með ágætum. Þar eru m.a. góðir íþróttavellir, tvær sundlaugar, mikið skólahúsnæði, næg tjaldsvæði og stórtíþróttahúsí byggingu, sem ráðgert er að taka í notkun á landsmótinu. Dagskrá þessa landsmóts verður vönduð og fjölbreytt. íþróttirnar munu að sjálfsögðu setja mikinn svip á þetta mót, sem hin fyrri. En einnig verða þar ýmsar sýningar og margs- konar önnur skemmtiatriði. Yngri sem eldri munu finna margt á þessu móti sem gleður hugann. Fyrri landsmót UMFÍ hafa skilið eftir sig góðar minningar, sem margir orna sér við, þó árin líði hvert af öðru. Vafalaust verður þetta landsmót einnig góður minninga- sjóður. Þó höfuðábyrgðin hvíli á heimamönnum um undirbúning og framkvæmd lands- mótsins, þá er það skilda okkar allra, sem sækjum mótið, að stuðla að því að það fari fram með sem mestum menningarbrag. í því efni getur hver og einn verið virkur með fram- komu sinni, hvort sem hann er keppandi eða starfsmaður, þátttakandi í sýningum eða gestur. Ungmennafélagar. Reisum merkið hátt á Selfossi. Vöndum sem mest til þátttöku okkar. Sýnum 16. Landsmóti UMFÍ virðingu okkar með drengilegri og prúðmannlegri fram- göngu. Þóroddur Jóhannesson. SKINFAXI 3

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.