Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1978, Síða 4

Skinfaxi - 01.06.1978, Síða 4
Senn líður að því að íþróttafólk hvaðanæva af landinu taki að streyma á Selfoss til að taka þátt í 16. landsmóti UMFÍ sem fram fer þar 21.-23. júlí nk. Þar mun það leitast við að uppskera árangur af því erfiði sem það hefur lagt á sig við þjálfun sína. Óskandi er að hver muni þar uppskera sem hann sáði. En hvernig standa málin þarna austur frá? Skinfaxi var mættur austur á Selfossi eigi alls fyrir löngu til þess að leita upplýsinga um stöðuna, i þeim tilgangi að leiða les- endur sina í allan sannleikan í málinu þar sem fullvíst má telja að mikill fjöldi þeirra verði meðal keppenda eða áhorfenda á landsmótinu. í Tryggvaskála við sporð Ölfusárbrúar hefur framkvæmdastjóri landsmótsnefndar Guðmundur Jónsson aðsetur sitt, og þang- að leggjum við leið okkar fyrst. Með Guðmund í fararbroddi er síðan haldið til að skoða aðstöðuna. Það verður ekki hjá því komist að dást að hversu vel Selfyssingar búa hvað alla íþróttaaðstöðu varðar og hversu vel henni er fyrir komið með tilliti til fjarlægðar milli hinna ýmsu íþróttamannvirkja. Það mun því ekki verða mikil fyrirhöfn fyrir áhorf- styttist í Landsmótið endur að fara á milli þeirra staða sem keppnin fer fram á, en það eru íþrótta- völlurinn, íþróttahúsið, sundlaugin og svæðið við barnaskólann sem mest verða í sviðsljósinu. Allt var í fullum gangi i nýja íþrótta- húsinu við gagnfræðaskólann, smiðir málarar, járnsmiðir, rafvirkjar og hvað þeir heita nú, voru í óða önn við að gera íþrótta- húsið í stand, íþróttahús sem verður, þegar það verður fullbúið, eitt hið fullkomnasta á landinu. í íþróttahúsinu munu fara fram allir leikir í körfubolta, blaki og borðtennis og að auki kvöldvökur og dansleikir þar sem hljómsveit þeirra austanmanna KAKTUS mun leika fyrir dansi öll þrjú kvöldin. íþróttahúsið er eina mannvirkið sem eftir er að ljúka við fyrir landsmót auk 4 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.