Skinfaxi - 01.06.1978, Síða 5
smávægilegra endurbóta á íþróttavellinum
en ungmennafélagar úr Umf. Selfoss ætla
að sjá um að girða af íþróttavöllinn til þess
að landsmótanefnd eigi auðveldara með að
selja inn á hann. Nokkurt annað fyrir-
komulag verður á aðgangssölu en tíðkast
hefur, því ákveðið hefur verið að selja inn á
hvert svæði á þann hátt að miðinn gildir
fyrir ákveðið tímabil í senn, en auk þess
verður unnt að fá miða sem gildir alls
staðar yfir allt tímabilið. Fyrirkomulag sem
þetta gefur áhorfendum möguleika á þvi að
sjá það sem óskað er eftir, án þess að þurfa
að greiða fyrir heildarprógrammið.
Mótið verður að
standa undir sér
Guðmundur taldi góða möguleika á því
að landsmótið stæði fjárhagslega undir sér
og sagði að ef það væri ekki hægt á Selfossi
nú, væri það hvergi hægt, öll aðstaða væri
lögð til af sveitarfélaginu nema hreinlætis-
aðstaða í tjaldbúðum, sem lenti þá á lands-
▼
Viö sundlaugina er malbikað svæöi, þar sem hægt cr
aö stunda tennis og fleiri boltaiþróttir.
mótanefnd að kosta en aðrir liðir væru ekki
það stórvægilegir að ekki væri hægt að
mæta þeim en þar væri stærsti liðurinn
verðlaunakaup. Landsmótanefnd hyggst
mæta þessum útgjöldum með sölu á minja-
gripum, svo sem fánum, plöttum (vegg-
skjöldum), barmmerkjum og landsmóta-
bolum auk aðgangseyris.
Tjaldbúöir keppenda
veröa nokkurt vandamál
Guðmundur kvað nokkurt vandamál
vera að staðsetja tjaldbúðir keppenda sem
haganlegast hvað fjarlægð og næði snerti,
til greina kæmi að þau yrðu til hliðar við
íþróttavöllinn þar sem nú væri eitt moldar-
flag en sérfræðingar í landgræðslumálum
hefðu fullyrt að í þetta moldarflag mætti sá
einæru grasfræi sem tæki það fljótt við sér
að það yrði undir það búið að taka við
tjaldbúðum á landsmóti. Guðmundur
kvaðst þó vera hálf rangur við að treysta
því, en allavega yrði reynt að leysa þetta
mál á sem frasælastan máta. Frá svefn-
(Jti og innilaug hliö viö hliö. Útilaugin 25 m löng
verður keppnislaugin á landsmóti.
SKINFAXI
5