Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.06.1978, Side 10

Skinfaxi - 01.06.1978, Side 10
F ramkvæmdastj óranám- skeið á Laugarvatni Héraðsskólinn að Laugarvatni þar sem námskeiðið var til húsa. Helgina 9.—11. júní sl. komu fram- kvæmdastjórar ungmennafélaganna svo og formenn þeirra sambandsaðila, sem engan frkvstj. hafa, saman á Laugarvatni til skrafs og ráðgerða. Námskeið, sem þessi, eru ekki ný af nálinni, þrjú slík hafa verið haldin áður, 1974 í Skálholti, 1975 að Leirárskóla Borg- arfirði (nú Heiðarskóli), og 1976 að Stóru- Tjarnarskóla S.-Þing. í fyrra féll þetta nám- skeið niður, en það var samróma álit þeirra sem sóttu námskeiðið á Laugarvatni, að það hefði verið mjög bagalegt að eitt ár skyldi falla úr. Þátttakendur á námskeiðinu voru frá átta héraðssamböndum, þeir: Páll Ólafsson, framkvstj. UMSK. Ingim. Ingim.son þjálfari UMSB. Flemming Jessen, form. frjálsiþr.ráðs UMSB. Jón Guðjónsson form. HVÍ. Matthías Lýðsson form. HSS. Guðm. Gunnarsson framkvstj. UMSS. Vilhjálmur Björnsson varaform. UMSE. Gunnlaugur Árnason framkv.stj. HSÞ. Sigurjón Bjarnason framkvstj. UÍA. Auk þess sat Jóhanna Einarsdóttir, sem verður þjálfari hjá USVH i sumar, fyrri dags námskeiðsins, en Jóhanna útskrifas) úr íþróttakennaraskólanum í ár. Aðrir þátttakendur voru: Sigurður Geirdal, framkvstj. UMFÍ. Pétur Eysteinsson fyrrv. framkvstj. USAH. Gunnar Kristjánsson ritstj. Skinfaxa. Hafsteinn Þorvaldsson form. UMFÍ. Guðm. Jónsson framkvstj. landsmóts- nefndar. Þá ávarpaði Árni Guðmundsson skóla- stj. Í.K.Í. þátttakendur á laugardeginum, en þátttakendur nutu fyrirgreiðslu Í.K.Í. varðandi afnot af íþróttamannvirkjum á staðnum, sem komu í góðar þarfir þegar standa þurfti upp frá umræðunum. Fyrirgreiðslu í mat og húsnæði annaðist Axel Jónsson bryti á Laugarvagni. Námskeiðið var haldið af UMFÍ í sam- vinnu við framkvæmdastjórafélagið (FFU). A leiðinni upp að Laugarvatni síðdegis á föstudag var komið við á Selfossi þar sem landsmótsaðstaðan var skoðuð, en segja má að meginuppistaða þessa námskeiðs hafi verið undirbúningur væntanlegs lands- móts ásamt öllum þeim málum sem varða störf sambandanna og UMFÍ. Var því 10 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.