Skinfaxi - 01.06.1978, Page 15
Skógarvarðarbústaðurinn fyrrverandi umlukinn trjám.
um er lítið hús í eigu UMFÍ. Hús þetta
reisti Þórður Pálsson sem var skógarvörður
í Þrastarskógi á sínum tíma, það er ekki
stórt en getur þó með góðu móti rúmað
nokkurn hóp ef svo slæst.
Hvað væri hægt að gera
1 Þrastaskógi?
Það þykir eflaust goðgá að setja frani-
hugmyndir um framkvæmdir án þess að
fjármagn sé tryggt og að vissu leyti er það
svo en ýmislegt er þess þó valdandi að ekki
er um jafn mikla fjarstæðu að ræða sem oft
fyrr.
Skilningur stjórnvalda og ráðamanna
yfirleitt hefur aukist verulega nú síðustu
árin á gildi þeirrar starfsemi sem rekin er af
hinum frjálsu félagasamtökum. Fjárstyrkir
hafa því vaxið verulega nú síðustu árin og
allt útlit fyrir að um enn frekari aukningu
verði að ræða á næstu árum. í öðru lagi
hefur ungmennafélagshreyfingin sýnt sam-
takamátt sinn með þætti i fjármögnun
húsakaupa UMFÍ.
Þrastaskógur ætti ekki síður að geta
komið hreyfingunni í heild til góða.
Hver eru þá brýnustu
verkefnin?
Vinnuskóli var starfræktur i Þrastaskógi sumarió 1973.
Hór er verið að lagfæra veginn inn i skóginn.
í fyrsta lagi verður að ganga þannig frá
girðingum að skepnur komist ekki inn í
skóginn, því öllu meiri skaðvaldar trjá-
gróðurs eru vandfundnir.
Koma þarf upp hreinlætis, snyrti- og
búningsaðstöðu við íþróttavöllinn. Þar sem
ekki verður hjá því komist að all nokkur
umgangur fólks sé í skóginum er brýnt að
upp verði komið ílátum undir úrgang og
rusl sem losuð verði reglulega og ekki
skaðaði að setja upp skilti með varnaðar-
orðum um góða umgengni. Þá væri ekki úr
vegi að merkja samtökunum þessa eign
sína á viðeigandi hátt.
Það sem hér hefur verið upp talið að
framan eru nánast smámunir sem ekki geta
kostað mikla fjármuni. Skógur sem
Þrastaskógur þarfnast mikillar umhirðu og
hreinsunar. Árið 1973 starfrækti UMFÍ í
samvinnu við UMSK vinnuskóla fyrir
unglinga í Þrastaskógi. Tilraun þessi þótti
gefa góða raun þrátt fyrir að slæm aðstaða
hefði háð henni verulega. Ég teldi verulegt
SKINFAXI
15