Skinfaxi - 01.06.1978, Síða 19
Langstökk.
lris Gröndfeldt UMSB, er efst á blaði í langstökkinu.
En hún fær eflaust harða keppni frá hinum reyndu
stökkvurum Hafdísi Ingimarsdóttur UMSK og Björk
Ingimundardóttur UMSB.
Langstökk.
1. Iris Grönfeldt. UMSB.
2. Hafdís Ingimarsdóttir, UMSK.
3. Oddný Árnadóttir, UNÞ.
Hástökk.
Maria Guðnadóttir virðist nokkuð örugg með sigur.
Um annað sætið verður hörð barátta milli Kristjönu
Hrafnkelsdóttur HSH, Ragnhildar Sigurðardóttur
UMSBog Írisar Jónsdóttur UMSK.
Hástökk.
1. María Guðnadóttir, HSH.
2. Íris Jónsdóttir, UMSK.
3. Ragnhildur Sigurðardóttir, UMSB.
Spjótkast.
Maria Guðnadóttir hefur verið einráð í spjótkastinu
síðustu tvö árin, en fær nú örugglega harða keppni frá
íris Grönfeldt UMSB. Líklega þarf 35 m kast til að ná
þriðja sæti.
Kúluvarp.
Guðrún Ingólfsdóttir ber höfuðog herðar yfir íslenska
kvenkastara í dag og ætti ekki að verða i vandræðum
með að ná gullinu i kúlu og kringlu. Um annað sætið
er ekki gott að segja til um. Gunnþórunn Geirsdóttir
UMSK, og Sigurlina Hreiðarsdóttir UMSE, verða þó
líklega í sviðsljósinu.
••..............•
Kúluvarp.
1. Guðrún Ingólfsdóttir, USÚ.
2. Gunnþórunn Geirsdóttir, UMSK.
3. Katrin Vilhjálmsdóttir, HSK.
Kringlukast.
Guðrún vinnur og Ingibjörg Guðmundsdóttir HSH
verður önnur, keppi hún. Þuríður Einarsdóttir HSK,
er líklegust í þriðja sætið ásantt Sólveigu Þráinsdóttur
HSÞ.
Kringlukast. 1. Guðrún Ingólfsdóttir, USÚ. 2. Ingibjörg Guðmundsdóttir, HSH. 3. Elín Gunnarsdóttir, HSK.
Spjótkast.
I. María Guðnadóttir, HSH.
2. iris Grönfeldt, U MSB.
3. Alda Helgadóttir, UMSK.
Þeim er spáð sigri
Guörún Ingölfsdóttir,
USU.
María Guðnadóttir,
HSH.
Aðalbjörg
Hafsteinsdóttir,
HSK.
íris Grönfeldt,
UMSB.
SKINFAXI
19