Skinfaxi - 01.06.1978, Qupperneq 26
Fyrst var það skólamót innanhúss. Var
það haldið í Sindrabæ að áliðnum vetri.
Héraðsmót Úlfljóts var haldið við Mána-
garð 21. ágúst. En unglingamótið var að
þessu sinni háð við Staðará í Suðursveit 4.
september. Mjög góð þátttaka var í öllum
þessum mótum.
Þá háði íþróttafólki frá Úlfljóti hina ár
legu keppni við íþróttafólk frá Ungmenna-
sambandi V-Skaftfellinga bæði í frjálsum
íþróttum og knattspyrnu. Fór sú keppni
fram út í Pétursey 28. ágúst.
Þá gekkst Úlffljótur fyrir félagsmála-
námskeiðum, sem haldin voru á þremur
stöðum seinni partinn í nóvember, þ.e. í
Öræfum, Nesjum og Höfn. Var þátttaka í
námskeiðum þessum sæmilega góð eða alls
um 40 þátttakendur. Helgi Gunnarsson frá
Egilsstöðum var leiðbeinandi á öllum nám-
skeiðunum.
Þegar að stjórnarkjöri kom á ársþinginu,
neitaði fráfarandi formaður að taka við
endurkjöri sem formaður. Núverandi
stjórn Úlffljóts skipa því: Ásmundur Gísla-
son kennari Nesjaskóla, formaður, Fjölnir
Torfason, bóndi Hala og Heimir Þór Gísla-
son, kennari, Höfn, meðstjórnendur.
Hin nýkjörna stjórn hélt fyrsta fund
sinn 28. mars. Á þeim fundi var Torfi
Steinþórsson tilnefndur formaður íþrótta-
nefndar og jafnframt eins konar blaðafull-
trúi sambandsins, þ.e. að hann skal vera
eins konar tengiliður milli Úlfljóts og fjöl-
miðla.
Þá ákvað stjórnin að auglýsa laust til
umsóknar starf framkvæmdastjóra til að
starfa á vegum sambandsins í að minnsta
kosti 3 mánuði á næsta sumri.
Einnig samþykkti stjórnin, að Úlfljótur
starfrækti sumarbúðir á sumri komandi.
Hluti þingfulltrúa á ársþin^i USÚI Öræfum.
Ásmundur Gíslason form. cr sjötti frá vinstri.
Mótaskrá.
Þá gekk þessi fyrsti fundur hinnar
nýkjörnu stjórnar Úlfljóts frá mótaskrá i
frjálsum íþróttum fyrir árið 1978.
Er niðurröðun frjálsíþróttamóta á
vegum Úlfljóts áætluð þannig:
1. Skólamót innanhúss (aðeins barnaskólar)
aðHrollaugsstöðum 13/4.
2. Skólamót innanhúss (gagnfræðastigið) í
Mánagarði 20/4
3. Vormót U.S.Ú. 11/6 við Mánagarð.
4. Héraðsmót U.S.Ú. 12/8 í Öræfum.
5. Unglingamót USÚ. 19/8 á Höfn.
6. Keppni milli USVS og USÚ 26/8 í
Öræfum.
26
SKINFAXI