Skinfaxi - 01.06.1978, Page 28
Enn bólar ekki á verðlaunaskjöldum frá
Frjálsíþróttasambandi íslands vegna af-
rekskeppni unglinga 1977. Veldur þessu
sein afgreiðsla gefanda verðlaunanna.
Eftirtalin félög og sambönd eiga flesta
verðlaunahafa í þessari keppni:
verðlaunahafar.
Ármann Reykjavík 46
F.H. Hafnarfirði 37
U.Í.A. 33
Ungmennasamb. Borgarfj. 31
Leiknir Reykjavík 25
Ársrit U.Í.A. 1977 hefur nú væntanlega
verið borið inn á hvert heimili á félags-
svæðum ungmennafélaganna á Austur-
landi. Flytur það margvíslegan fróðleik um
íþrótta- og ungmennafélagsstarfið á liðnu
ári.
Ef einhverjir kannast ekki við að hafa
fengið ritið, þá vinsamlega snúi þeir sér hið
snarasta til viðkomandi ungmenna- eða
iþróttafélags.
Unnið er að því að koma út einu
gönguleiðakorti fyrir sumarið. Á því korti
verða gönguleiðir í nágrenni Fáskrúðs-
fjarðar. Fær sambandið góða aðstoð
Fáskrúðsfirðinga við að velja leiðir á kortið
og semja leiðarlýsingar.
Ungmennafélagið Fram í Hjaltastaðar-
þinghá hefur nú sótt um inngöngu í U.Í.A.
Félagið var endurreist á síðasta ári eftir
u.þ.b. 10 ára svefn. Áður hafði Fram
starfað vel innan U.I.A., en félagið á sér
langa og merkilega sögu að baki. Formaður
Umf. Fram er Arnþór Jónsson í
Grænuhlíð.
Eftir að Innganga Umf. Fram hefur
verið samþykkt verða aðildarfélög U.Í.A.
orðin 22 að tölu.
Félagsmálaleiöbeinendur
þinga á Laugarvatni
Mál til ihugunar. Frá vinstri, Arnaldur, Niels,
Ingimundur og Diörik.
Svo sem kunnugt er, hefur Ungmenna-
félag íslands beitt sér mjög fyrir félagsmála-
fræðslu, á siðari árum í samstarfi við
Æskulýðsráð ríkisins. Á grundvelli þess
samstarfs o. fl. aðila gaf ÆRR árið 1970 út
Félagsmálamöppu I, námsefni það sem
notað hefur verið á félagsmálanámskeiðum
síðan.
Nú er unnið að gerð framhaldsnámsefnis
og skipan námsefnisins. 1 tengslum við það
starf efndi ÆRR til námskeiðs að Laugar-
vatni 7.—9. apríl sl. með þeim félagsmála-
leiðbeinendum sem mesta kennslureynslu
hafa.
Námskeiðið setti Hafsteinn Þorvaldsson,
form. UMFÍ og ÆRR. Forstöðumenn
námskeiðsins voru Reynir G. Karlsson,
æskulýðsfulltr. ríkisins, Guðmundur
Guðmundsson, félagsmálakennari í Bifröst,
og Ólafur Oddsson, skólastjóri Félagsmála-
skólaUMFÍ.
Helstu efnisþættir námskeiðsins voru
þessir:
15 manns tóku þátt í námskeiðinu. Þetta
var starfssamur og samvirkur hópur og
voru þátttakendur sammála um að nám-
skeiðið hefði verið árangursríkt. Það var
einnig samdóma álit þátttakenda, að ljúka
þyrfti samantekt og ritun veigamestu
kennsluhefta Félagsmálamöppu II fyrir
haustið og þá burfi ÆRR að halda nám-
skeið fyrir leiðbeinendur II. stigs.
28
SKINFAXI