Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1978, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.10.1978, Blaðsíða 3
SKINFAXI Tlinarit Ungmennafélags íslands — LXIX árgangur, 5. hefti 1978. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gunnar Kristjánsson. — Út koma 6 hefti á ári. Mjölnisholt 14 endir eða upphafá einhverju? 30. Sambandsþing UMFÍ á Þingvöllum var glæsileg samkoma íslenskra ungmennafé- laga, sem bæði markaði varanleg spor í sögu framtíðar þeirra og minntist einnig merkilegs starfsí 70 ár. Athyglisverðast finnst mér þó, þegar ég hugleiði þetta þinghald, hvað það undirstrikaði skýrt og greinilega þær breytingar sem orðið hafa á hreyfingunni síðustu átta árin. Trúin á mátt ungmennafélagshreyfingarinnar var greinilega meiri meðal þingfulltrúa en hún hefur verið í marga áratugi þar á undan. Enginn efaðist um að hreyfingin hefði nú mátt til að takast á við stór verkefni, og viljann til að takast á við þau skorti heldur ekki. Þótt ekki sé litið á annað en þessa bjartsýni, þá var hún út af fyrir sig ærið gleðiefni. Á slikum stundum stíga ungmennafélagar gjarnan á stokk og strengja heit. Markasta heitstrengingin á þessu þingi hófst á þessum orðum: „Eftir 70 ára starf hefur UMFÍ ekki eignast eigið húsnæði fyrir starfsemi sína, 30. sambandsþing UMFÍ telur að við þetta megi ekki lengur una...” Þessi samþykkt var gerð 11. sept. 1977, nefnd var sett á laggirnar þegar að loknu þingi og hafði hún handtök í snarari lagi og gekk frá samningi um kaup á húsnæði 9. des. 1977. Fyrsta júli 1978 var starfsemi UMFÍ komin undir eigið þak og nú sit ég hér að Mjölnis- holti 14 og skrifa þennan leiðara og trúi naumast sjálfur sögunni sem ég er að rifja upp. Það er svo margt ótrúlegt í þessari sögu, hraðinn á framkvæmd málsins er ótrúlegur, að við skulum í dag vera búnir að greiða 11 milljónir króna án þess að taka lán er einnig ótrú- legt, orka og hugkvæmni formanns húskaupanefndar og samstarfsmanna hans er ótrúleg og ekki síst er það ótrúlegt hvað framlögin í húsbyggingasjóð hafa komið víða að. SKINFAXI 3

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.