Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1978, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.10.1978, Blaðsíða 6
Félagsmálaskóli — Leikritasafn. stöðvanna. Þar er unnið að útgáfustarfsemi á vegum samtakanna. Þar fer öll fjölritun fram, afgreiðsla og vinna við Leikritasafn UMFÍ. Afgreiðsla á fræðslugögnum Fé- lagsmálaskóla UMFÍ o.fl. o.fl. og í öðru þessara herbergja er aðstaða fyrir ritstjóra Skinfaxa. Inn af hliðargangi er rúmgott herbergi framkvæmdastjórans þar sem einnig eru haldnir vikulegir fundir framkvæmda- stjórnar og aðrir fámennari fundir. Til vinstri við hliðargang er lítil skjala- geymsla og ræstingaklefi af svipaðri stærð. Þá kemur nokkuð rúmgott eldhús með inn- réttingu, veggskápum og vaskborði og öðru sem til þarf og í tengslum við eldhúsið er 30 m2 salur sem hægt er að loka af með rennihurð frá eldhúsi. Um notagildi þessarar aðstöðu fyrir sam- tök okkar þarf ekki að hafa mörg orð, það hefur sannast á undanförnum árum, og ég vona að þar verði framhald á. Ég vona einnig að forustumenn UMFÍ á hverjum tima leggi metnað sinn í að auka og bæta þessa aðstöðu og stuðli með þvi að stóraukinni starfsemi ungmennafélaganna og heildarsamtakanna, sem um ókomin ár munu gegna vaxandi hlutverki i uppeldis- og menningarmálum þjóðarinnar, ef rétt verður að málum staðið. Hafsteinn Þorvaldsson, formaður UMFÍ. Aðsetur framkvæmdastjóra. 6 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.