Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1978, Blaðsíða 10

Skinfaxi - 01.10.1978, Blaðsíða 10
einnig áhaflega ánægjulegt hve sveitafélög hafa sýnt málefninu mikinn skilning, þar vil ég sérstaklega minnast á þátttöku Vest- mannaeyjabæjar og Grímseyjar, en á hvor- ugri þessara eyja eru starfandi ungmenna- félög. Samvinnufélögin hafa einnig verið málinu hliðholl svo og þeir einstaklingar sem til þessa hefur verið leitað til. Allir þessir aðilar hafa gert það að verkum að málið er nú þvi sem næst i höfn og vil ég nota tækifærið til að þakka þeim öllum ómetanlega aðstoð um leið og ég óska hreyfingunni í heild til hamingju með ‘hið nýja húsnæði með von um að það verði UMFÍ til heilla í starfi og að þetta átak verði þess valdandi að senn líði að því að tekið verði til við önnur stórverkefni og þar á ég við ÞRASTASKÓG. G.K. Skrifstofu UMFÍ hefur í gegnum árin haldist illa á kvenkosti sínum, og ýmsar get- sakir á lofti til skýringar i þeim málum. Þær getsakir þykja ekki prenthæfar en skylt er að geta þess að enn ein stúlkan hefur hafið störf sem starfskraftur. Sú heitir Guðlaug Ásbjörnsdóttir og hóf störf 1. september sl. Hún vann síðast á skrifstofu Alþýðublaðs- ins, þá er hún ekki ókunn félagsstörfum en hún hefur starfað mikið með skátahreyfing- unni. Guðlaug er fædd og uppalin i Kópa- vogi eða því sem næst. Skinfaxi býður Guðlaugu velkomna til starfa og lætur í ljós þá von að hún afsanni nú regluna. » Nýja skrifstofustúlkan Guðlaug Ásbjðrnsdóttir. 10 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.